Dagsetning:

1. desember 2023

Sendiherra Íslands í Danmörku til viðtals

Tækifæri í Danmörku?

Bátar og litrík hús á Nyhavn í Kaupmannahöfn

Árni Þór Sigurðsson, sendiherra Íslands í Kaupmannahöfn, verður til viðtals hjá Íslandsstofu föstudaginn 1. desember kl. 11-14. Fundirnir eru ætlaðir þeim sem vilja ræða viðskiptamöguleika, menningartengd verkefni og önnur hagsmunamál þar sem sendiherrann getur orðið að liði. Auk Danmerkur eru Ástralía og Tyrkland í umdæmi sendiráðsins.

Viðtölin fara fram í húsakynnum Íslandsstofu í Grósku, Bjargargötu 1, 102 Reykjavík, en einnig stendur til boða að hafa fundi í gegnum Teams.

Nánari upplýsingar veitir Aðalheiður Davíðsdóttir, adalheidur@islandsstofa.is eða í síma 511 4000.

BÓKA VIÐTAL

Sendiherra Íslands í Danmörku til viðtals

Sjá allar fréttir