Dagsetning:

26. apríl 2022

Staður:

Barcelona

Tegund:

Sýning

Útflutningsgrein:

Sjávarútvegur

Seafood Expo Global og Seafood Processing Global

Íslandsstofa tekur þátt í stærstu sjávarútvegssýningu heims sem fram fer í Barcelona dagana 26. - 28. apríl.

Ljósmynd

Íslandsstofa tekur þátt í stærstu sjávarútvegssýningu heims sem fram fer í Barcelona dagana 26. - 28. apríl, ásamt íslenskum fyrirtækjum í sjávarútvegi. Sýningin í Barcelona skiptist í tvær sýningar: Seafood Expo Global og Seafood Processing Global. Þetta er í raun sama sýning og haldin hefur verið í Brussel frá árinu 1994, nema á nýjum stað.

Sýningin er alþjóðleg og jafnan vettvangur alls hins besta og framsæknasta í heiminum sem sjávarútvegsfyrirtæki og aðilar sem þjónusta sjávarútveginn hafa upp á að bjóða.

Fjölmörg íslensk fyrirtæki hafa sótt Brussel sýninguna frá upphafi og stofnað þar til fjölda viðskiptatengsla. Gestir sem sýnendur eiga margir góðar minningar frá þessum vettvangi.

Nú er að hefjast nýr kafli í kynningarstarfi íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja í Barcelona. Eins og áður mun Íslandsstofa skipuleggja svæði undir hatti Íslands á báðum sýningum og hefur til umráða sýningarsvæði á besta stað. 

Nánari upplýsingar veitir Berglind Steindórsdóttir, berglind@islandsstofa.is

Sjá einnig vef sýningarinnar

Sjá allar fréttir