19. febrúar 2021

Rafrænar vinnustofur í Bandaríkjunum - skráning

Íslandsstofa stendur fyrir rafrænum vinnustofum í Bandaríkjunum fyrir fyrirtæki í ferðaþjónustu dagana 13. og 14. apríl 2021.

Íslandsstofa stendur fyrir rafrænum vinnustofum í Bandaríkjunum fyrir fyrirtæki í ferðaþjónustu dagana 13. og 14. apríl 2021. 

Á vinnustofunum gefst fyrirtækjum tækifæri til að kynna sig og koma á viðskiptasamböndum við ferðaþjónustuaðila. 

Verð og skráning: 

Verð fyrir þátttöku í vinnustofunum er að hámarki kr. 80.000 á fyrirtæki. 

Áhugasamir eru beðnir um að skrá sig á rafræna skráningareyðublaðið hér að neðan. Skráningarfrestur er til og með 1. mars en þar sem heildarfjöldi þátttakenda er takmarkaður er unnið út frá reglunni um að þeir sem skrá sig fyrst ganga fyrir. 

Þeim sem óska eftir frekari upplýsingum er bent á að hafa samband við Oddnýju Arnarsdóttur, oddny@islandsstofa.is eða í síma 511 4000.

SKRÁNING


Sjá allar fréttir