Loading…
Íslandsstofa
Íslandsstofa

Rafræn vinnustofa NORDEUROPA

9. febrúar 2022

Íslandsstofa tekur þátt í rafrænu vinnustofunni NORDEUROPA sem fer fram dagana 9.-10. febrúar 2022. Markmið vinnustofunnar er að gefa fyrirtækjum frá Íslandi, Danmörku, Finnlandi, Noregi og Svíþjóð tækifæri á að eiga fundi með kaupendum frá Þýskalandi, Austurríki, Sviss, Hollandi, Belgíu og Lúxemborg.

Kostnaður við þátttöku er 500 evrur á hvern þátttakenda. Innifalið í þátttökugjaldi er:
- Aðgangur að fundabókunarkerfinu Convere
- Upplýsingar um ferðaþjónustuaðila sem taka þátt í vinnustofu

Fundirnir eru bókaðir fyrirfram og eru 20 mín. langir með 10 mín. hléum á milli.

Áhugasamir um þátttöku eru beðnir um að hafa samband við Þórdísi Pétursdóttur, thordisp@islandsstofa.is, eða Karen Möller Sívertsen, karen@islandsstofa.is fyrir 21. janúar nk.

Sjá einnig vefsíðu NORDEUROPA


Rafræn vinnustofa NORDEUROPA

Deila