26. nóvember 2020

Ráðstefna á netinu um tónlistarupptökur á Íslandi

Útflutningsskrifstofa íslenskrar tónlistar (ÚTON) efnir til ráðstefnu um tónlistarupptökur á Íslandi, í samstarfi við aðalræðisskrifstofu Íslands í New York, Íslandsstofu og Höfuðborgarstofu.

Útflutningsskrifstofa íslenskrar tónlistar (ÚTON) efnir til ráðstefnu um tónlistarupptökur á Íslandi, í samstarfi við aðalræðisskrifstofu Íslands í New York, Íslandsstofu og Höfuðborgarstofu.

Ráðstefnan fer fram á vefnum fimmtudaginn 3. desember kl. 17.30-19.00 að íslenskum tíma.

Viðburðurinn er ætlaður fyrir erlenda fagaðila í tónlistar- og kvikmyndageiranum sem hafa áhuga á að kynna sér kosti þess að taka upp tónlist á Íslandi, en á dagskrá eru m.a. viðtöl við lagahöfunda og tónlistarfólk sem mun deila reynslu sinni.

Hér má sjá dagskrána


Sjá allar fréttir