Dagsetning:

5. júlí 2024

Oslo Innovation Week - hliðarviðburður í sendiherrabústað

Skráning er opin til 5. júlí nk.

Ljósmynd

Mynd tekin á Innovation Week á Íslandi árið 2023

Íslandsstofa í samstarfi við Sendiráð Íslands í Osló auglýsir hliðarviðburð á Oslo Innovation Week sem fer fram dagana 23.- 27. september 2024.

Viðburðurinn verður haldinn fimmtudaginn 26. september klukkan 16-18 í sendiherrabústaðnum í Osló. Þar gefst íslenskum nýsköpunarfyrirtækjum kostur á að kynna vörur sínar og þjónustu fyrir fjárfestum og öðrum hagaðilum. Formleg dagskrá viðburðarins verður auglýst síðar.

Fyrirtæki sem vilja heimsækja hina líflegu Osló borg og hafa áhuga á að taka þátt í viðburðinum eru hvött til að hafa samband við viðskiptafulltrúa sendiráðsins í Osló, Hebu Líf Jónsdóttur í gegnum netfangið hennar: heba.lif.jonsdottir@utn.is fyrir 5.júlí.

Viðburðurinn er þegar skráður hjá Oslo Innovation Week og ber heitið „Innovation from the Saga Nation“. Aðrir, svo sem fjárfestar og fólk úr stuðningsumhverfi nýsköpunar á Íslandi sem hafa áhuga á að mæta, geta skráð sig hér að neðan. 

Þá daga sem hátíðin stendur eru haldnir fjöldamargir viðburðir um alla borg. Ólíkt öðrum nýsköpunarhátíðum er engin miðasala á Oslo Innovation Week. Í flestum tilvikum er aðgangur að viðburðum ókeypis en skráningar er krafist. Það er því er tilvalið að nýta vikuna til að sækja sem flesta viðburði og kynnast nýsköpunarumhverfinu í Noregi. Sjá dagskrá Oslo Innovation Week hér

SKRÁNING

Sjá allar fréttir