Dagsetning:

5. mars 2024

Staður:

Bergen, Noregi

North Atlantic Seafood Forum

Kynntu þér nýjungar í sjávarútvegi

Ljósmynd

Búist er við um 1000 þátttakendum á NASF ráðstefnuna í Bergen í mars.

Ráðstefnan North Atlantic Seafood Forum (NASF) verður haldin dagana 5. -7. mars í Bergen í Noregi.

Á NASF hittast stjórnendur og hagaðilar í sjávarútvegi og fiskeldi til að kynna sér helstu nýjungar og bera saman bækur. Ráðstefnuna sækja stjórnendur í sjávarútvegi, fiskeldi og tengdum greinum, s.s. tækjaframleiðendur og flutningsaðilar, en einnig markaðsfyrirtæki, bankar, tryggingafélög, ráðgjafafyrirtæki o.fl. Búist er við um 1000 þátttakendum á ráðstefnuna í ár.

Dagskráin er spennandi að vanda. Í boði verða fjölmargar málstofur á sviði sjávarútvegs og fiskeldis og eru 23 Íslendingar skráðir meðal ræðumanna í ár. Þar má þar m.a. nefna eftirfarandi aðila.

  • Árni M. Mathiesen

  • Baldvin Þorsteinsson - Samherji

  • Björn Hembre – Arnarlax

  • Daníel Fontane – Alvar

  • Eggert Kristofersson – FirstWater

  • Gísli Gíslason – MSC

  • Guðmundur Gíslason – IceFIshFarm

  • Jens Thordarson – Geo Salmo

  • Jónas R. Viðarsson – Matís

  • Lárus Ásgeirsson – Laxey

Hér má skoða dagskrána

Á undanförnum árum hafa færri komist að en vilja á NASF, þar sem þetta er einstakt tækifæri til að hitta á einum stað alla helstu stjórnendur og áhrifavalda í sjávarútvegi og fiskeldi, og heyra um nýjasta nýtt í greinunum. Hratt gengur á gistirými í Bergen á meðan á viðburðinum stendur og því hvetjum við fólk til að skrá sig tímalega.

Nánari upplýsingar veitir Jónas R. Viðarsson hjá Matís 

SKRÁNING FER FRAM HÉR

North Atlantic Seafood Forum í Bergen

Sjá allar fréttir