18. júní 2021

Norræn vinnustofa í París

Íslandsstofa stendur fyrir norrænni vinnustofu í París þann 21. september 2021, í samstarfi við Visit Finland.

Íslandsstofa stendur fyrir norrænni vinnustofu í París þann 21. september 2021, í samstarfi við Visit Finland. Vonir standa til að markmiðunum varðandi bólusetningar verði náð á þessum tíma og við getum loksins hitt kaupendur okkar augliti til auglitis. 

Fyrirkomulag:

Vegna gildandi sóttvarnarreglna í Frakklandi verður hægt að bjóða 10 samstarfsfyrirtækjum þátttöku og getur hvert fyrirtæki sent einn starfsmann. Við vonumst til að geta aukið þennan fjölda þegar fram líða stundir og munum þá láta þá sem eru á biðlista vita. Engum utanaðkomandi gestum verður boðið á viðburðinn að þessu sinni og verður mjög vel gætt að sóttvörnum. 

Verð og skráning:

Kostnaður við þátttöku í vinnustofunni er 700 evrur á fyrirtæki. 

Innifalið í þátttökugjaldi er:

- Móttökuborð
- Kynning fyrirtækis á vefsíðu vinnustofunnar.
- Upplýsingar um franska ferðaheildsala sem skrá sig til þátttöku.

Athugið að ferðakostnaður er ekki innifalinn í verði.

Áhugasamir um þátttöku eru beðnir að fylla út skráningarformið hér að neðan fyrir 1. júlí nk.

SKRÁNING Á VINNUSTOFU

Nánari upplýsingar veitir Þórdís Pétursdóttir, thordisp@islandsstofa.is.


Sjá allar fréttir