Dagsetning:

20. september 2023

Norræn vinnustofa í Frankfurt

Opið fyrir skráningar

Ljósmynd

Íslandsstofa skipuleggur norræna vinnustofu í Frankfurt þann 20. september nk.

Á vinnustofunni gefst fyrirtækjum tækifæri til að kynna sig og koma á viðskiptasamböndum við ferðaþjónustuaðila á staðnum. Viðburðurinn er skipulagður í samstarfi við Visit Denmark, Visit Finland, Visit Norway og Visit Sweden. 

Fyrirkomulag:

Vinnustofan stendur yfir frá kl. 10.00-16.30 og verða fundir fyrir fram bókaðir í gegnum Converve kerfið.

Verð og skráning:

Kostnaður við þátttöku verður að hámarki kr. 150.000 á fyrirtæki. 

Innifalið í þátttökugjaldi er:

  • Fundarborð

  • Rafræn skráning

  • Kynning fyrirtækis á vefsíðu vinnustofunnar

  • Upplýsingar um þýska ferðaheildsala sem skrá sig til þátttöku 

  • Hádegisverður á vinnustofu

Athugið að þátttakendur sjá sjálfir um að bóka flug og gistingu og er sá kostnaður ekki innifalinn í verði vinnustofunnar.    

Nánari upplýsingar veitir Oddný Arnarsdóttir oddny@islandsstofa.is

Sjá allar fréttir