Dagsetning:

29. nóvember 2023

Nordic Life Science Days í Kaupmannahöfn

Sendinefnd og tengslaviðburður fyrirtækja í lífvísindum

Ljósmynd

Íslandsstofa stendur fyrir sendinefnd og verður með bás á Nordic Life Science Days, einum stærsta tengslaviðburði fyrir fyrirtæki í lífvísindum á Norðurlöndunum dagana 29. og 30. nóvember nk. Á viðburðinum gefst tækifæri á að komast í samband við fjárfesta og mögulega samstarfsaðila á ýmsum sviðum. 

Við hvetjum fyrirtæki og fjárfesta til að slást í hópinn og vera með á bás Íslandsstofu. Þátttakendur fá sín lógó á básinn og geta nýtt hann til funda og sem heimahöfn á milli dagskráratriða. Gerð verður einföld upplýsingasíða um þátttakendur sem nýtt verður í kynningarskyni, m.a. í tengslum við fyrirhugaða fjárfestamóttöku á básnum.

Básinn er niðurgreiddur af Íslandsstofu, þátttökugjald pr. fyrirtæki er kr. 100.000. 

Skráning með því að smella á hnappin hér að neðan, skráningarfrestur er til 4. október.

Athugið að aðgöngumiði á viðburðinn er ekki innifalinn í þessu gjaldi. Þátttakendur sjá sjálfir um skráningu á vef viðburðarins og með kóðanum 2023BIS15 fæst 15% afsláttur af miðaverði.

Nánari upplýsingar veitir Erna Björnsdóttir, erna@islandsstofa.is 

Sendinefnd og tengslaviðburður fyrirtækja í lífvísindum

Sjá allar fréttir