Dagsetning:

21. júní 2023

Metnaðarfullur verkefnastjóri óskast

Umsóknarfrestur er til 21. júní

Ljósmynd

Íslandsstofa leitar að metnaðarfullum verkefnastjóra með brennandi áhuga á markaðssetningu Íslands og íslenskra afurða og þjónustu. Starfið er innan markaðssamskiptasviðs Íslandsstofu og felst einkum í að vinna að skipulagi og framkvæmd markaðsverkefna og almannatengsla.

Helstu verkefni og ábyrgð

  • Undirbúningur, skipulagning og framkvæmd markaðsviðburða og almannatengsla á vegum Íslandsstofu

  • Samskipti við samstarfsaðila, birgja, framleiðslufyrirtæki og fjölmiðla

  • Svörun fyrirspurna og bókanir

Menntunar- og hæfniskröfur

  • Menntun sem nýtist í starfi

  • Mikil skipulagshæfni

  • Framúrskarandi kunnátta í ensku er krafa

  • Reynsla af störfum við framleiðslu eða viðburðaskipulagningu er kostur

  • Reynsla af alþjóðlegum vettvangi og góð tungumálakunnátta er kostur

  • Reynsla af störfum í almannatengslum er kostur

  • Færni til að vinna vel í teymi og hugsa um árangur heildarinnar

  • Hugmyndaauðgi og metnaður til að ná árangri í starfi

Umsóknir og nánari upplýsingar má finna á Alfreð.is

Umsóknarfrestur er til 21. júní nk. Nánari upplýsingar veitir Sveinn Birkir Björnsson, sveinnbirkir@islandsstofa.is

Íslandsstofa leitar að metnaðarfullum verkefnastjóra

Sjá allar fréttir