Loading…
Íslandsstofa
Íslandsstofa

Landkynningargátt fyrir Ísland á WeChat miðlum í Kína

22. janúar 2021

Nú hefur Íslandsstofa opnað almenna landkynningargátt á WeChat vefmiðlinum í Kína. Er þetta öflug og góð leið til að ná til bæði almennings og fyrirtækja.

Samhliða því að þessi almenna gátt hefur verið opnuð, er áætlað að fara af stað með verkefni sem beint verður til ferðaskipuleggjenda. Verkefnið felst í Íslandskynningum og skipulagningu B2B funda milli íslenskra og kínverskra fyrirtækja.

Hér er kannaður áhugi fyrirtækja á að taka þátt í þessu verkefni. Þátttökugjaldi verður stillt í hóf en fyrst og fremst er gerð krafa um að fyrirtækin geti lagt fram eigið markaðsefni á kínversku og hafi yfir að ráða starfsmönnum sem geta setið fundi á því tungumáli eða hafi aðgang að túlkaþjónustu, þar sem ekki verður hægt að tryggja að starfsmenn kínversku fyrirtækjanna séu enskumælandi.

Áhugasamir eru beðnir um að hafa samband fyrir 29. janúar nk. við Þorleif Þór Jónsson, thorleifur@islandsstofa.is sem einnig veitir frekari upplýsingar. Athugið að í fyrstu verður takmarkaður fjöldi sem getur tekið þátt.


Landkynningargátt fyrir Ísland á WeChat miðlum í Kína

Deila