Dagsetning:
5. október 2022
Kynning á fjölbreyttum fjármögnunarmöguleikum
Ráðgjöf og styrkir

Íslandsstofa skipuleggur kynningarfund þar sem farið verður yfir ýmsa styrki og þjónustu sem fyrirtækjum stendur til boða. Áhersla er lögð á að sýna öðruvísi fjármögnunarmöguleika og verða kynningar frá Evris, Heimstorginu og þjónustu Business Sweeden.
Fundurinn er ætlaður sjávartæknifyrirtækjum, en fyrirtæki úr öðrum greinum eru að sjáfsögðu velkomin. Hann verður haldinn miðvikudaginn 5. október kl. 14-15 hjá Íslandsstofu í Grósku, Bjargargötu 1, 4. hæð. Skráning fer fram hér að neðan.
Nánari upplýsingar veitir Tinna Hrund Birgisdóttir, tinna@islandsstofa.is eða í síma 511 4000.