Dagsetning:

29. júlí 2022

Íslendingadagurinn í Gimli

Kynningartækifæri í Manitoba

Ljósmynd

Íslendingadagurinn í Gimli, Manitoba verður haldinn í 133. skipti dagana 29. júlí til 1. ágúst nk. Hátíðin býður upp á ýmis tækifæri fyrir íslensk fyrirtæki sem eru að undirbúa sókn á markað í Norður-Ameríku. Til dæmis er boðið er upp á aðstöðu fyrir fyrirtæki til að sýna framleiðslu sína og jafnvel vera með kynningar eða námskeið. 

Gestir sem taka þátt í hátíðinni koma oft víða að og ætti viðburður sem þessi að geta hjálpað til við tengslamyndun og uppbyggingu stuðningsnets á markaðinum. Einnig bjóða skipuleggjendur upp á kostunarpakka sem gera fyrirtæki sýnilegri gagnvart þessum áhugaverða markhópi.

Sjá nánari upplýsingar um Íslendingadaginn er að finna á icelandicfestival.com.

Áhugasöm setji sig í samband fyrir 15. júlí nk. við Jenna Boholij, jboholij@herzing.ca sem svarar öllum fyrirspurnum á ensku eða íslensku.

Íslendingadagurinn í Gimli

Sjá allar fréttir