Dagsetning:
30. nóvember 2022
Hvenær og hvernig stofnar maður fyrirtæki í Bandaríkjunum?
Vefkynning

Íslandsstofa í samvinnu við viðskiptafulltrúa Íslands í New York býður íslenskum fyrirtækjum, sem horfa til þess að stofna útibú eða fyrirtæki í Bandaríkjunum, að taka þátt í opnum kynningarfundi um stofnun fyrirtækja í Bandaríkjunum.
Ræðumenn verða Nathaniel Lucek hjá lögmannsstofu Hodgson Russ og Unnar Helgi Daníelsson, stofnandi Thor‘s skyr.
Fundurinn verður haldinn á vefnum miðvikudaginn 30. nóvember kl. 15.00 (10:00 am EST).
Skráning fer fram hér að neðan. Skráðir þátttakendur munu fá sendan fundarhlekk þegar nær dregur.
Nánari upplýsingar veitir Nikulás Hannigan, aðalræðismaður og viðskiptafulltrúi á aðalræðisskrifstofu Íslands í New York, nikulas.hannigan@utn.is.