9. september 2021

Grænir iðngarðar - tækifæri fyrir Ísland

Íslandsstofa, atvinnuvega- og  nýsköpunarráðuneytið, Landsvirkjun og Norðurþing hafa undanfarna mánuði unnið að samantekt og greiningu á tækifærum sem geta falist í þróun grænna iðngarða á Íslandi. Á fundi 14. september nk. verður staða þessarar vinnu og næstu skref kynnt.

Verðmæt tækifæri eru fólgin í uppsetningu svokallaðra grænna iðngarða á Íslandi. Íslandsstofa, atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið, Landsvirkjun og Norðurþing hafa undanfarna mánuði unnið að samantekt og greiningu á tækifærum sem geta falist í þróun grænna iðngarða á Íslandi. 

Niðurstöður vinnunnar og næstu skref verða kynnt í beinni útsendingu frá Kaldalóni í Hörpu, þriðjudaginn 14. september kl. 13-14. Þar verður gerð grein fyrir því hvernig efla má atvinnulífið, auka samkeppnishæfni Íslands og treysta byggð á landsbyggðinni með uppbyggingu grænna iðngarða. 

Hægt verður að horfa á kynninguna hér eða á Facebook.


DAGSKRÁ:

Grænir iðngarðar – tækifæri í samkeppni
- Karl Guðmundsson, forstöðumaður, Íslandsstofu

Gerum heiminn grænan saman – nýtum alla strauma auðlindar
- Kristín Linda Árnadóttir, aðstoðarforstjóri, Landsvirkjun 

Græn framtíð á Bakka við Húsavík
- Kristján Þór Magnússon, sveitarstjóri, Norðurþingi 

Samantekt
- Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra  


/

Sjá allar fréttir
Frétta mynd

29. september 2022

Grænar lausnir í brennidepli á loftslagsráðstefnu í Washington
Frétta mynd

29. september 2022

Verkefnastjóri Horses of Iceland
Frétta mynd

20. september 2022

Lauf Forks og Sidekick Health hljóta Nýsköpunarverðlaun Íslands
Frétta mynd

19. september 2022

Sendinefnd til Singapore - nýsköpun, háskólar og rannsóknir