Dagsetning:

21. júní 2024

Forskráning á Vestnorden 2024

Early Bird verð til 21. júní

Þátttakendur Vestnorden ferðakaupstefnunnar funda í Laugardalshöll

Vestnorden 2024 verður haldin í Færeyjum dagana 24. og 25. september

Vestnorden ferðakaupstefnan fer fram í Færeyjum dagana 24. og 25. september 2024. Á Vestnorden koma saman ferðaþjónustuaðilar frá Íslandi, Grænlandi og Færeyjum. Ferðakaupstefnuna sækja ferðaheildsalar víðsvegar að úr heiminum. Þá koma einnig til kaupstefnunnar blaðamenn og aðrir boðsgestir. 

Fundarsvæði

Vestnorden verður með svipuðu sniði og síðasta ár. Á Vestnorden 2024 verða sett upp þrjú landasvæði þar sem fundir fara fram og munu söluaðilar fá til yfirráða borð og stóla inni á sínu svæði, merkt viðkomandi fyrirtæki. Með þessari breytingu er verið að hverfa frá básauppstillingu sem áður hefur einkennt kaupstefnuna og færa okkur í átt að umhverfisvænni kaupstefnu og draga þannig úr kolefnisspori. Löndin munu birtast þátttakendum með stafrænum lausnum og myndefni. 

Verð fyrir þátttöku fram til 21. júní - forskráning (e. early bird):

  • Fundarborð + 1 þátttakandi (1 borð og 2 stólar) – Forskráning EUR 2.135 

  • Fundarborð + 2 þátttakendur (1 borð og 4 stólar) – Forskráning EUR 2.800

  • Fundarborð + 3 þátttakendur (1 borð og 6 stólar) – Forksráning EUR 3.600 

  • Fundarborð + 4 þátttakendur (1 borð og 8 stólar) – Forskráning EUR 4.400 

Vestnorden er haldin af North Atlantic Tourism Association (NATA) sem er samstarfsvettvangur Íslands, Færeyja og Grænlands á sviði ferðamála. Vestnorden er haldið af löndunum þremur, þar af annað hvert ár á Íslandi. 

Allar upplýsingar og skráning fer fram á heimasíðu Vestnorden

Forskráning - early bird verð á Vestnorden

Sjá allar fréttir