Dagsetning:
6. nóvember 2023
World Travel Market í London

Íslandsstofa tekur þátt í ferðasýningunni World Travel Market (WTM) í London dagana 6.- 8. nóvember 2023. Sýningin er haldin árlega og er ein stærsta sýning fagaðila (B2B) í ferðaþjónustu. Á WTM London býðst fyrirtækjum í ferðaþjónustu gott tækifæri til að kynna sig og koma á viðskiptasamböndum.
Árið 2022 tóku 5000 kaupendur þátt í sýningunni þar af voru 1100 kaupendur að taka þátt í fyrsta sinn.
Nánari upplýsingar veita Hrafnhildur Þórisdóttir, hrafnhildur@islandsstofa.is. og Oddný Arnarsdóttir, oddny@islandsstofa.is