Dagsetning:

24. september 2023

Ferðasýningin Vakantiebeurs í Hollandi 2024 - áhugakönnun

Viltu taka þátt?

Ljósmynd

Ferðasýningin Vakantiebeurs fer fram dagana 10. -14. janúar 2024 í Jaarbeurs sýningarhöllinni í Utrecht, Hollandi. Vakantiebeurs er haldin árlega og er stærsta sýning fyrir fagaðila í ferðaþjónustu á Hollandsmarkaði. 

Sú breyting verður frá fyrra ári að þátttaka á fagdegi sýningarinnar er eingöngu í boði fyrir sýnendur sem einnig eru með viðveru á almenningsdögum og kallar Íslandsstofa því hér með eftir áhuga íslenskra fyrirtækja á þátttöku.  

Þátttökufyrirtæki verða með þjóðarbás undir heiti Visit Iceland og viðveru á almenningsdögum sýningarinnar (B2C) sem fara fram 11.- 14. janúar og eiga þess kost að vera með Norðurlöndunum á Nordic Village Zone á fagdegi sýningarinnar (B2B) þann 10. janúar 2024.

Áhugasöm um þátttöku eru beðin um að hafa samband fyrir 24. september. Athugið að ekki er um bindandi skráningu að ræða enda liggur kostnaður ekki fyrir að svo stöddu. Ef áhugi er nægur verður send út skráning síðar.

Nánari upplýsingar veitir Hrafnhildur Þórisdóttir, hrafnhildur@visiticeland.com

Ferðasýningin Vakantiebeurs í Hollandi 2024

Sjá allar fréttir