Loading…
Íslandsstofa
Íslandsstofa

ITB Berlin NOW ferðasýningin

9. mars 2021

Ferðasýningin ITB Berlin NOW verður haldin rafrænt dagana 9.- 12. mars 2021. Á sýningunni býðst fyrirtækjum í ferðaþjónustu gott tækifæri til að kynna sig og koma á viðskipta­samböndum. 

ITB NOW býður m.a. upp á eftirfarandi:

Tengslanet - Þökk sé snjallri samsvörun og leitartækni getur þú fundið hin fullkomnu viðskiptatengsl fyrir þitt fyrirtæki á sýningunni.

Viðskipti - Með gagnvirka fyrirtækjaprófílnum þínum geturðu hannað sýndarveru þína í samræmi við vörumerkjamarkmið fyrirtækisins og náð til stærri markhóps á alþjóðavettvangi.

Innihald - Lykilfundir, kynningar og alþjóðlegir ræðumenn sem fjalla um mikilvæg málefni.

Fréttir - Mikilvægar fréttir úr greininni: Dagleg viðtöl, greinar og myndbönd.

Ferðaþjónustufyrirtæki, áfangastaðir, kaupendur og alþjóðlegir fyrirlesarar - allir sem hafa eitthvað að segja í greininni verða með á ITB Berlin NOW!

Sjá nánar á vefsíðu ITB NOW

Nánari upplýsingar veitir Jelena Ohn, jelena@islandsstofa.is 


ITB Berlin NOW ferðasýningin

Deila