Loading…
Íslandsstofa
Íslandsstofa

Ferðasýningin ITB Berlin NOW - skráning

15. janúar 2021

Ferðasýningin ITB Berlin NOW verður haldin rafrænt dagana 9. - 12. mars 2021. Á sýningunni býðst fyrirtækjum í ferðaþjónustu gott tækifæri til að kynna sig og koma á viðskipta­samböndum. 

ITB NOW býður m.a. upp á eftirfarandi:

Tengslanet - Þökk sé snjallri samsvörun og leitartækni getur þú fundið hin fullkomnu viðskiptatengsl fyrir þitt fyrirtæki á sýningunni.

Viðskipti - Með gagnvirka fyrirtækjaprófílnum þínum geturðu hannað sýndarveru þína í samræmi við vörumerkjamarkmið fyrirtækisins og náð til stærri markhóps á alþjóðavettvangi.

Innihald - Lykilfundir, kynningar og alþjóðlegir ræðumenn sem tala um mikilvæg málefni.

Fréttir - Þekkingarmiðlun: Viðtöl, greinar og myndbönd sem eru uppfærð daglega. Mikilvægar fréttir úr greininni.

Ferðaþjónustufyrirtæki, áfangastaðir, kaupendur og alþjóðlegir fyrirlesarar - allir sem hafa eitthvað að segja í greininni verða með á ITB Berlín NOW!

Verð og skráning: 

Íslandsstofa hefur tekið þá ákvörðun að vera með viðveru á sýningunni sem Destination (e. áfangastaður). Það þýðir að okkur býðst að taka þátt með ótakmarkaðan fjölda fyrirtækja.

Íslenskum aðilum í ferðaþjónustu gefst því kostur á að taka þátt undir hatti Íslandsstofu, fyrir lægra verð. 

Verð í gegnum Íslandsstofu EARLY BIRD fyrir 15. janúar:

  • Starter pakki: €700 (Verð helst óbreytt til 15. febrúar eða þegar skráningu lýkur).
  • Plus pakki: €2.700 (verð gildir aðeins til 15. jan.)
  • All-In pakki: €7.200 (verð gildir aðeins til 15. jan.)

Frá 16. janúar eru verðin eftirfarandi:

  • Starter pakki: €700
  • Plus pakki: €4.050
  • All-In pakki: €9.000


Hægt er að skoða hvað er innifalið í hverjum pakka hér.

Við vekjum sérstaka athygli á að til að fyrirtæki fái Early Bird afslátt þurfa þau að skrá sig hér að neðan fyrir lok dags þann 14. janúar! (Gildir ekki fyrir þau fyrirtæki sem velja Starter pakkann).

SKRÁ MIG NÚNA


Ferðasýningin ITB Berlin NOW - skráning

Deila