Dagsetning:
27. apríl 2022
Staður:
Hilton Reykjavik Nordica
Tegund:
Ráðstefna
Útflutningsgrein:
Ferðaþjónusta
Ferðamálaþing
Ferðamálaþing verður haldið miðvikudaginn 27. apríl 2022 á Hilton Nordica kl. 8.30-10.30.

Ferðamálaþing verður haldið miðvikudaginn 27. apríl 2022 á Hilton Nordica kl. 8.30-10.30.
Undanfarið eitt og hálft ár hefur samstarfsvettvangur sveitarfélaga og atvinnulífsins á höfuðborgarsvæðinu unnið að undirbúningi að uppbyggingu og þróun áfangastaðarins höfuðborgarsvæðið. Í því felst meðal annars gerð áfangastaðaáætlunar og stofnun Áfangastaðastofu. Af því tilefni verður ferðamálaþing haldið um verkefni og framtíðarsýn Áfangastaðastofu höfuðborgarsvæðisins.
Aðalfyrirlesari þingsins verður Leena Lassila, framkvæmdastjóri alþjóðasölu hjá Helsinki Partner sem rekur Helsinki Marketing sem er áfangastaðastofa svæðisins.
Aðrir fyrirlesarar verða:
Skarphéðinn Berg Steinarsson, ferðamálasjóri
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, formaður borgarráðs
Rannveig Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Eldingar
Arnheiður Jóhannsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands
Björn H. Reynisson, verkefnastjóri - Áfangastaðurinn höfuðborgarsvæðið
Við hvetjum alla hagaðila til þátttöku á ferðamálaþinginu.