15. apríl 2021

Fagstjóri óskast fyrir erlend almannatengsl

Íslandsstofa leitar að öflugum einstaklingi til að sinna starfi fagstjóra erlendra almannatengsla á sviði markaðssamskipta.

Íslandsstofa leitar að öflugum einstaklingi til að sinna starfi fagstjóra erlendra almannatengsla á sviði markaðssamskipta. Í starfinu felst umsjón og skipulag með almannatengslastarfi Íslandsstofu, samskipti við erlendar almannatengslastofur og uppbygging skipulagðrar miðlunar um Ísland á erlendum vettvangi. Við leitum að skapandi og drífandi liðsfélaga sem er tilbúinn að takast á við fjölbreytt og krefjandi verkefni á alþjóðlegum vettvangi.

Helstu verkefni og ábyrgð

  • Þátttaka í mótun samskiptastefnu Íslandsstofu, sem og einstakra starfssviða

  • Umsjón með mótun og almannatengslum Íslandsstofu í samræmi við stefnumótun stjórnvalda um íslenskar útflutningsgreinar

  • Samskipti við almannatengslastofur erlendis (verkefnastýring, eftirfylgni, samningar)

  • Samskipti við erlenda fjölmiðla og svörun fyrirspurna

  • Samræming skilaboða þvert á starfsgreinar og markaði

  • Umsjón með umfjöllunarvakt og skýrslugerð

Nánari upplýsingar og umsókn er að finna á vef Alfreðs


Sjá allar fréttir