Dagsetning:

20. mars 2024

Ársfundur Íslandsstofu 2024

Vörumerkið Ísland

Ljósmynd

Ársfundur Íslandsstofu 2024 verður haldinn miðvikudaginn 20. mars kl. 15.00-16.30 í Grósku. Umræðuefni fundarins er Vörumerkið Ísland. Sérstaklega er horft til þeirra áhrifa sem eldsumbrot á Reykjanesi kunna að hafa í þeim efnum. Málefnið verður tekið fyrir í pallborðsumræðum og koma ýmsir sérfróðir aðilar fram. Utanríkisráðherra mun ávarpa fundinn og aðalfyrirlesari er Simon Anholt, sérfræðingur í ímyndamálum þjóða. Fulla dagskrá og upplýsingar um framsögufólk má sjá hér fyrir neðan. 

Sjá streymi frá fundinum

rich text image

DAGSKRÁ

  • Ávarp ráðherra
    Bjarni Benediktsson, utanríkisráðherra

  • Ávarp formanns                                 
    Hildur Árnadóttir, formaður stjórnar Íslandsstofu  

  • Ísland er brand þitt                            
    Pétur Þ. Óskarsson, framkvæmdastjóri Íslandsstofu  

  • Nation as Brand: Where do we go from here?    
    Simon Anholt, sérfræðingur í ímyndamálum
     

  • Umræður um vörumerkið Ísland
    -  Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair
    Max Gredinger, umboðsmaður Laufeyjar
    Guðmundur Fertram Sigurjónsson, forstjóri Kerecis
    -  Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri SFS
    Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri sölu, rekstrar og þjónustu hjá Bláa lóninu
    Helgi Rúnar Óskarsson, forstjóri 66°Norður   

Fundarstjóri er Sigríður Dögg Guðmundsdóttir, forstöðumaður útflutnings og fjárfestinga hjá Íslandsstofu.

Að fundi loknum verður boðið upp á léttar veitingar í anddyri Grósku.

Einnig má fylgjast með fundinum í streymi:

Ársfundur Íslandsstofu 2024

Sjá allar fréttir