Loading…

Viðburðir

Sendiherra Íslands í Kína til viðtals

Gunnar Snorri Gunnarsson, sendiherra Íslands í Peking, verður til viðtals miðvikudaginn 19. ágúst um viðskiptamál, menningartengd verkefni og önnur hagsmunamál þar sem sendiherrann getur orðið að liði.

Sendiherra Íslands gagnvart Ástralíu, Malasíu og Singapúr

Sigríður Snævarr, heimasendiherra Íslands gagnvart Ástralíu, Malasíu, Singapúr og Páfastóli verður til viðtals miðvikudaginn 19. ágúst.

Nordic Life Science Investment Day - FRESTAÐ

Íslandsstofa stendur að Nordic Life Science Investment Day (NLSInvest) sem halda átti í Malmö þann 8. september í samstarfi við norrænar stofnanir, samtök og klasa í lífvísindum. Viðburðinum hefur nú verið frestað til apríl 2021.

Nordic Life Science Days - Frestað

Nordic Life Science Days ráðstefnan sem fara átti fram dagana 8. - 10. september hefur verið frestað til apríl 2021. 

Norræn vinnustofa í Þýskalandi

Íslandsstofa stendur fyrir norrænni vinnustofu í Frankfurt í Þýskalandi þann 15. september 2020, ásamt Visit Denmark og Visit Finland, þar sem löndin þrjú verða kynnt sem ferðaáfangastaðir.

Vinnustofur fimm landa í Belgíu og Hollandi í september

Íslandsstofa, ásamt Visit Faroe Islands, Visit Greenland, Visit Finland og Visit Estonia, stendur fyrir vinnustofum í Belgíu og Hollandi dagana 16. og 17. september 2020.

Ársfundur Íslandsstofu 2020

Ársfundur Íslandsstofu verður haldinn fimmtudaginn 24. september kl. 14-16 í Hörpu. Takið daginn frá!

Vestnorden ferðakaupstefnan

Vestnorden ferðakaupstefnan verður haldin í Reykjanesbæ 6. - 8. október 2020.

Vinnustofur á Spáni

Íslandsstofa stefnir að því að halda vinnustofur fyrir fyrirtæki í ferðaþjónustu í borgunum Madrid, Barcelona og Bilbao á Spáni dagana 26.- 28. október 2020, ef næg þátttaka fæst.

World Travel Market 2020

Íslandsstofa stefnir að þátttöku í ferðasýningunni World Travel Market í London dagana 2.- 4. nóvember 2020.

China International Import Expo í Kína

Kaupstefnan China International Import Expo (CIIE) fer fram í Shanghai í þriðja sinn dagana 5.- 10. nóvember nk.

Vinnustofur í Kína og þátttaka í CIIE í Sjanghæ

Íslandsstofa stefnir að því að halda vinnustofur fyrir fyrirtæki í ferðaþjónustu í fjórum borgum Kína dagana 9. - 13. nóvember 2020, ef næg þátttaka fæst.

Ferðasýningin FITUR á Spáni

Íslandsstofa stefnir að þátttöku í ferðasýningunni FITUR í Madrid dagana 20.-24. janúar 2021.