Loading…

Viðburðir

Frá Brussel til Barcelona - Ný staðsetning sjávarútvegssýninga 2021

Árið 2021 munu sjávarútvegssýningarnar Seafood Expo Global og Seafood Processing Global, sem haldnar hafa verið í Brussel um langt skeið, flytja til Barcelona. Íslandsstofa skipuleggur bása á sýningunum og er undirbúningur hafinn.

Vinnustofa fimm landa í London 2020

Íslandsstofa stendur fyrir vinnustofu í London 4. febrúar 2020 í samstarfi við Visit Finland, Visit Estonia, Visit Faroe Islands og Visit Greenland.

Norrænar vinnustofur í Frakklandi

Íslandsstofa, ásamt Visit Denmark, Visit Finland og Visit Sweden, stendur fyrir norrænum vinnustofum í tveimur borgum í Frakklandi dagana 5. og 6. febrúar 2020.

Vinnustofur í Rússlandi í apríl 2020 - skráning hafin

Íslandsstofa stendur fyrir vinnustofum í Rússlandi fyrir aðila í ferðaþjónustu dagana 28. og 29. apríl nk. Vinnustofurnar verða haldnar í St. Pétursborg og Moskvu.

Vinnustofur í Bandaríkjunum

Íslandsstofa stendur fyrir vinnustofum í Bandaríkjunum fyrir fyrirtæki í ferðaþjónustu dagana 11.-13. febrúar 2020. Heimsóttar verða borgirnar Philadelphia, Minneapolis og New York. 

Taktu þátt í Loftslagsmóti 2020

Grænvangur býður fyrirtækjum á stefnumót um nýsköpun og lausnir í rekstri varðandi loftslagsmál, þann 3. mars.

Ferðasýningin ITB í Berlín

Íslandsstofa tekur þátt í ferðasýningunni ITB sem haldin verður dagana 4.-8. mars í Berlín.

Sjávarafurðasýningin Seafood Expo Boston 2020

Sjávarafurðasýningin Seafood Expo North America fer fram í Boston dagana 15. - 17. mars 2020. Íslandsstofa skipuleggur þjóðarbás á sýningunni í samvinnu við viðskiptafulltrúa Íslands í Norður-Ameríku.

Norrænar vinnustofur á Ítalíu

Íslandsstofa stendur fyrir norrænum vinnustofum í Róm og Mílanó dagana 18. og 19. mars, í samstarfi við Innovation Norway, Visit Denmark og Visit Finland.

Vinnustofur á Indlandi

Dagana 1.- 4. apríl nk. skipuleggur Íslandsstofa vinnustofur í þremur stórborgum Indlands; Nýju Delhi, Ahmedabad og Mumbai. 

Vinnustofur í Rússlandi

Íslandsstofa stendur fyrir vinnustofum í Rússlandi fyrir aðila í ferðaþjónustu dagana 28. og 29. apríl nk. Vinnustofurnar verða haldnar í St. Pétursborg og Moskvu.

Ferðasýningin ITB China

Ferðasýningin ITB China verður haldin í Shanghai dagana 13.- 15. maí 2020. Íslandsstofa skipuleggur í fyrsta sinn þjóðarbás á sýningunni og mun hún koma í stað CITM sem sótt hefur verið undanfarin ár.

Norræn vinnustofa í Þýskalandi

Íslandsstofa stendur fyrir norrænni vinnustofu í Frankfurt í Þýskalandi þann 15. september 2020, ásamt Visit Denmark og Visit Finland, þar sem löndin þrjú verða kynnt sem ferðaáfangastaðir.

Vinnustofur í Þýskalandi

Íslandsstofa stendur fyrir norrænni vinnustofu í Frankfurt í Þýskalandi þann 15. september 2020, ásamt Visit Denmark og Visit Finland, þar sem löndin þrjú verða kynnt sem ferðaáfangastaðir.