Íslandsstofa stendur fyrir norrænum vinnustofum á Ítalíu dagana 18. og 19. mars nk., í samstarfi við Innovation Norway, Visit Denmark og Visit Finland.
Sjávarafurðasýningin Seafood Expo North America fer fram í Boston dagana 15. - 17. mars 2020. Íslandsstofa skipuleggur þjóðarbás á sýningunni í samvinnu við viðskiptafulltrúa Íslands í Norður-Ameríku.
Íslandsstofa tekur þátt í ferðasýningunni Vakantiebeurs, Hollandi dagana 15. - 19. janúar 2020.
Markaðsstofur landshlutanna setja upp vinnufundinn Mannamót Markaðsstofa landshlutanna fyrir samstarfsfyrirtæki sín 16. janúar.
Íslandsstofa skipuleggur þátttöku Íslands á ferðasýningunni FITUR sem haldin verður dagana 22.- 26. janúar í Madrid á Spáni.
Íslandsstofa stendur fyrir vinnustofu í London 4. febrúar 2020 í samstarfi við Visit Finland, Visit Estonia, Visit Faroe Islands og Visit Greenland.
Íslandsstofa, ásamt Visit Denmark, Visit Finland og Visit Sweden, stendur fyrir norrænum vinnustofum í tveimur borgum í Frakklandi dagana 5. og 6. febrúar 2020.
Íslandsstofa stendur fyrir vinnustofum í Bandaríkjunum fyrir fyrirtæki í ferðaþjónustu dagana 11.-13. febrúar 2020. Heimsóttar verða borgirnar Philadelphia, Minneapolis og New York.