Um Íslandsstofu

Verðlaun

Verðlaun

Íslandsstofa er framkvæmdaraðili að Útflutningsverðlaunum forseta Íslands og kemur einnig að Nýsköpunarverðlaunum Íslands og Orðstír, verðlaunum þýðenda.

feature image

Útflutningsverðlaun forseta Íslands

Frá árinu 1989 hafa verðlaunin verið veitt í viðurkenningarskyni fyrir markvert framlag til eflingar útflutningsverslunar og gjaldeyrisöflunar. Veiting verðlauna tekur mið af verðmætisaukningu útflutnings, hlutdeild útflutnings í heildarsölu, markaðssetningu á nýjum mörkuðum og fleiru.

Lesa meira

feature image

Nýsköpunarverðlaun Íslands

Nýsköpunarrverðlaun Íslands eru veitt til fyrirtækja sem þykja hafa skarað fram úr í þróun nýrrar vöru eða þjónustu, sem byggð er á rannsóknar- og vísindastarfi og náð hefur árangri á markaði.

Lesa meira

feature image

Orðstír

Orðstír eru heiðursverðlaun fyrir þýðendur íslenskra bókmennta á erlendar tungur. Verðlaunin falla í skaut einstaklinga sem hafa þýtt verk úr íslensku á annað mál með vönduðum hætti og með þeim árangri að aukið hafi hróður íslenskrar menningar á erlendum vettvangi. Verðlaunin eru veitt annað hvert ár og voru þau fyrst afhent árið 2015.


Að ORÐSTÍR standa Íslandsstofa, Miðstöð íslenskra bókmennta, Bandalag þýðenda og túlka, embætti Forseta Íslands og Bókmenntahátíð í Reykjavík. 

Sjá nánar á vef Miðstöðvar íslenskra bókmennta

Verðlaun