Frá árinu 1989 hafa Útflutningsverðlaun Íslands verið veitt í viðurkenningarskyni fyrir markvert framlag til eflingar á útflutningsverslun og gjaldeyrisöflun. 

Tilgangurinn með veitingu Útflutningverðlaunanna er að vekja athygli á þjóðhagslegu mikilvægi gjaldeyrisöflunar og alþjóðlegra viðskipta og heiðra þá sem hafa náð sérstaklega góðum árangri í sölu og markaðssetningu á íslenskum vörum og þjónustu erlendis. Veiting verðlauna tekur mið af verðmætisaukningu útflutnings, hlutdeild útflutnings í heildarsölu, markaðssetningu á nýjum mörkuðum og fleiru.  

Verðlaunahafinn fær til eignar verðlaunagrip – listaverk - eftir íslenskan listamann auk þess sem verðlaunahafinn getur notað merki verðlaunanna á kynningarefni sitt næstu fimm ár frá afhendingu þeirra.

Í úthlutunarnefndinni sitja fulltrúar frá embætti forseta Íslands, viðskipta- og hagfræðideild Háskóla Íslands, Viðskiptaráði Íslands, Alþýðusambandi Íslands, og frá Íslandsstofu sem ber einnig ábyrgð á undirbúningi og kostnaði við verðlaunaveitinguna.

Verðlaunahafar

 • 2021 Controlant

 • 2020 Íslensk erfðagreining

 • 2019 Marel

 • 2018 Sjóklæðagerðin - 66°Norður

 • 2017 Skaginn2016 Nox Medical

 • 2015 Icelandair Group

 • 2014 Truenorth

 • 2013 HB Grandi  

 • 2012 Trefjar ehf.

 • 2011 Ferðaþjónusta bænda hf.

 • 2010  CCP hf.

 • 2009  Vaki fiskeldiskerfi hf.

 • 2008  Baugur Group

 • 2007  Lýsi hf.

 • 2006  3X-Stál hf.

 • 2005  Kaupþing banki hf.

 • 2004  Bláa lónið hf.

 • 2003  Samherji hf.

 • 2002  Delta hf.

 • 2001  GoPro Landsteinar hf.

 • 2000  Bakkavör hf.

 • 1999  Flugfélagið Atlanta hf.

 • 1998  SÍF hf.

 • 1997  Hampiðjan hf.

 • 1996  Hf. Eimskipafélag Íslands

 • 1995  Guðmundur Jónasson hf.

 • 1994  Sæplast hf.

 • 1993  Íslenskar sjávarafurðir hf.1992 

 • Össur hf.

 • 1991  Flugleiðir hf.

 • 1990  Marel hf.

 • 1989  Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna hf.

Business Iceland

Gróska

Bjargargata 1, 102 Reykjavík - 4. floor

Telephone +354 511 4000

About Business Iceland

Employees

Persónuverndarstefna

Jafnréttisstefna

Sjálfbærnistefna

Framtíðarstefna

Samstarf um verðlaun

Þjónusta

Útflutningsþjónusta

Heimstorgið

Erlendar fjárfestingar

Markaðsverkefni

Sýningar

Allur réttur áskilinn