Frá árinu 1989 hafa Útflutningsverðlaun Íslands verið veitt í viðurkenningarskyni fyrir markvert framlag til eflingar á útflutningsverslun og gjaldeyrisöflun. 

Tilgangurinn með veitingu Útflutningverðlaunanna er að vekja athygli á þjóðhagslegu mikilvægi gjaldeyrisöflunar og alþjóðlegra viðskipta og heiðra þá sem hafa náð sérstaklega góðum árangri í sölu og markaðssetningu á íslenskum vörum og þjónustu erlendis. Veiting verðlauna tekur mið af verðmætisaukningu útflutnings, hlutdeild útflutnings í heildarsölu, markaðssetningu á nýjum mörkuðum og fleiru.  

Verðlaunahafinn fær til eignar verðlaunagrip – listaverk - eftir íslenskan listamann auk þess sem verðlaunahafinn getur notað merki verðlaunanna á kynningarefni sitt næstu fimm ár frá afhendingu þeirra.

Í úthlutunarnefndinni sitja fulltrúar frá embætti forseta Íslands, viðskipta- og hagfræðideild Háskóla Íslands, Viðskiptaráði Íslands, Alþýðusambandi Íslands, og frá Íslandsstofu sem ber einnig ábyrgð á undirbúningi og kostnaði við verðlaunaveitinguna.

Verðlaunahafar

 • 2023 Gangverk

 • 2022 EFLA

 • 2021 Controlant

 • 2020 Íslensk erfðagreining

 • 2019 Marel

 • 2018 Sjóklæðagerðin - 66°Norður

 • 2017 Skaginn

 • 2016 Nox Medical

 • 2015 Icelandair Group

 • 2014 Truenorth

 • 2013 HB Grandi  

 • 2012 Trefjar ehf.

 • 2011 Ferðaþjónusta bænda hf.

 • 2010  CCP hf.

 • 2009  Vaki fiskeldiskerfi hf.

 • 2008  Baugur Group

 • 2007  Lýsi hf.

 • 2006  3X-Stál hf.

 • 2005  Kaupþing banki hf.

 • 2004  Bláa lónið hf.

 • 2003  Samherji hf.

 • 2002  Delta hf.

 • 2001  GoPro Landsteinar hf.

 • 2000  Bakkavör hf.

 • 1999  Flugfélagið Atlanta hf.

 • 1998  SÍF hf.

 • 1997  Hampiðjan hf.

 • 1996  Hf. Eimskipafélag Íslands

 • 1995  Guðmundur Jónasson hf.

 • 1994  Sæplast hf.

 • 1993  Íslenskar sjávarafurðir hf.1992 

 • Össur hf.

 • 1991  Flugleiðir hf.

 • 1990  Marel hf.

 • 1989  Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna hf.

Heiðursverðlaun

Samhliða Útflutningsverðlaununum eru afhent sérstök heiðursverðlaun, til handa einstaklingi sem þykir með starfi sínu hafa borið hróður Íslands víða um heim. Heiðursverðlaunin hafa verið veitt frá árinu 2008, sjá verðlaunahafa hér að neðan.

 • 2022 Víkingur Heiðar Ólafsson

 • 2021 Baltasar Kormákur

 • 2020 Hildur Guðnadóttir

 • 2019 Hallfríður Ólafsdóttir (Maxímus Músikús)

 • 2018 Heimir Hallgrímsson

 • 2017 Vigdís Finnbogadóttir

 • 2016 Helgi Tómasson

 • 2015 Arnaldur Indriðason

 • 2014 Magnús Scheving

 • 2013 Jóhann Sigurðsson bókaútgefandi

 • 2012 Ragnar Axelsson (RAX)

 • 2011 Kristinn Sigmundsson           

 • 2008 Björk Guðmundsdóttir          
  Einar Benediktsson sendiherra
  Rögnvaldur Ólafsson dósent

Útflutningsverðlaun forseta Íslands