Útflutnings- og markaðsráð

Í febrúar 2019 skipaði utanríkisráðherra, Guðlaugur Þór Þórðarson, 31 fulltrúa til setu í útflutnings- og markaðsráði Íslandsstofu til næstu fjögurra ára. Tíu þeirra eru án tilnefningar en 21 samkvæmt tilnefningum sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, mennta- og menningarmálaráðherra, Samtaka atvinnulífsins, Sambands íslenskra sveitarfélaga og samstarfshóps Markaðsstofu landshlutanna.

Hlutverk ráðsins er að marka, samþykkja og fylgjast með framkvæmd á langtímastefnumótun stjórnvalda og atvinnulífs fyrir markaðssetningu og útflutning. Ráðið skal taka til umfjöllunar tillögur að verkefnum sem unnin eru í samvinnu atvinnulífs og stjórnvalda og tryggja að slík verkefni falli að markaðri langtímastefnu. Ráðið getur skipað starfshópa úr ráðinu um afmörkuð verkefni og skal Íslandsstofa vera þeim til ráðgjafar. Sjá nánar í lögum um Íslandsstofu neðst á síðu.

Eftirtaldir skipa Útflutnings- og markaðsráð:

Tilnefnd af utanríkisráðherra

  • Anna Björk Bjarnadóttir

  • Arnar Þórisson

  • Arna Arnardóttir

  • Birna Hafstein

  • Erla Ósk Ásgeirsdóttir

  • Hlynur Guðjónsson

  • Þorkell Sigurlaugsson

  • Þór Sigfússon

  • Þórey Vilhjálmsdóttir

  • Þórlindur Kjartansson

Tilnefnd af sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra: 

  • Agnes Guðmundsdóttir

  • Hafliði Halldórsson

  • Viðar Engilbertsson

Tilefnd af mennta- og menningarmálaráðherra:

  • Aðalsteinn Haukur Sverrisson

  • Hrannar Pétursson

  • Jóhanna Olga Hreiðarsdóttir

Tilefnd af Samtökum atvinnulífsins: 

  • Bjarney Harðardóttir

  • Eiríkur Magnús Jensson

  • Gestur Pétursson

  • Guðbjörg Heiða Guðmundsdóttir

  • Heiðrún Lind Marteinsdóttir

  • Hlynur Veigarsson

  • Kristinn Þórðarson

  • Pétur Óskarsson

  • Sylvía Kristín Ólafsdóttir

  • Stefanía G. Halldórsdóttir

Tilnefnd af Sambandi íslenskra sveitarfélaga:

  • Unnur Valborg Hilmarsdóttir

Tilnefnd af Markaðsstofu landshlutanna:

  • Arnheiður Jóhannsdóttir

Fulltrúar stjórnmálaflokka: 

  • Albertína Friðbjörg Elíasdóttir (Samfylkingunni)

  • Edit Ómarsdóttir (Viðreisn)

  • Inga Sæland Ástvaldsdóttir (Flokkur fólksins)

  • Vilborg Arna Sigurbjörnsdóttir (Miðflokknum)

  • Þórhildur Sunna Ævarsdóttir (Pírötum)

Ráðherrar: 

  • Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, vísinda-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra

  • Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku-, og loftslagsmálaráðherra

  • Lilja Dögg Alfreðsdóttir, ferðamála-, viðskipta-, og menningarmálaráðherra

  • Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra

Lög um Íslandsstofu, sjálfseignarstofnun, 2. grein A

Við tilnefningar skv. a-lið 4. mgr. skal höfð hliðsjón af stærð fyrirtækja við öflun útflutningstekna. Auk fulltrúa skv. 4. mgr. skulu eiga sæti í ráðinu ráðherra sem fer með utanríkismál og er hann jafnframt formaður ráðsins, ráðherra sem fer með sjávarútvegs- og landbúnaðarmál, ráðherra sem fer með ferðamál og málefni iðnaðar og nýsköpunar, ráðherra sem fer með mennta- og menningarmál og ráðherra sem fer með umhverfis- og auðlindamál ásamt fulltrúum þingflokka utan ríkisstjórnar á hverjum tíma. 
     Útflutnings- og markaðsráð getur skipað starfshópa úr ráðinu um afmörkuð verkefni og skal Íslandsstofa, sjálfseignarstofnun, vera þeim til ráðgjafar. 

Útflutnings- og markaðsráð Íslandsstofu