Um Íslandsstofu

Starf­semi

Starfsemi

Íslandsstofa er sjálfseignarstofnun sem rekin er á einkaréttarlegum grunni með sjálfstæðri fjárhagsábyrgð og starfar samkvæmt sérstakri skipulagsskrá. 

Hlutverk

Íslandsstofa sinnir mörkun og markaðssetningu fyrir Ísland og íslenskar útflutningsgreinar, styður íslensk fyrirtæki í sókn á erlenda markaði og greiðir götu erlendrar fjárfestingar í íslensku atvinnulífi. Þjónusta Íslandsstofu byggir á víðtækri reynslu, sérhæfingu og faglegri dýpt, sem ekki er á færi einstakra aðila, auk hagkvæmri nýtingu fjármuna.

Stjórn Íslandsstofu

Í stjórn Íslandsstofu, sjálfseignarstofnunar, sitja sjö fulltrúar sem skipaðir eru á aðalfundi til þriggja ára í senn. Ráðherra sem fer með utanríkismál tilnefnir tvo stjórnarmenn, ráðherra sem fer með ferðamál og málefni iðnaðar og nýsköpunar einn og Samtök atvinnulífsins fjóra. Varamenn skulu tilnefndir með sama hætti. Í stjórn Íslandsstofu sitja eftirfarandi:

  • Áshildur Bragadóttir

  • Ásthildur Otharsdóttir

  • Borgar Þór Einarsson

  • Helga Árnadóttir

  • Hildur Árnadóttir (formaður)

  • Jens Garðar Helgason

  • Unnur Valborg Hilmarsdóttir

Sjá einnig starfsreglur stjórnar, hæfisreglur stjórnenda og skipulagsskrá

Skipurit Íslandsstofu

Starfsemi Íslandsstofu skiptist í eitt kjarnasvið; Útflutning og fjárfestingar, og þrjú stoðsvið; Markaðssamskipti, Viðskiptaþróun og rekstur, og Fjármálasvið.

rich text image

Útflutningur og fjárfestingar

Svið Útflutnings- og fjárfestinga er kjarnasvið og ber ábyrgð á þjónustu Íslandsstofu við fyrirtæki og hagaðila. Sviðið vinnur eftir Útflutningsstefnu Íslands og veitir ráðgjöf og þjónustu til allra útflutningsgreina í því skyni að greiða fyrir markaðssetningu og útflutningi á vörum og þjónustu.
Sjá nánar

Markaðssamskipti

Svið markaðssamskipta er stoðsvið sem annast undirbúning, stefnumótun og framkvæmd markaðsverkefna Íslandsstofu í samstarfi við svið Útflutnings- og fjárfestinga. Sviðið ber ábyrgð á vörumerkjum Íslandsstofu og tryggir samhæfingu skilaboða, þvert á áherslur.
Sjá nánar

Þróun og rekstur

Þróun og rekstur er stoðsvið sem sinnir þróun þjónustu Íslandsstofu við atvinnugreinar og fyrirtæki auk þess að vinna greiningar. Sviðið ber ábyrgð á þróun á þjónustu við íslensk fyrirtæki vegna starfsemi í þróunarríkjum og víðar á Heimstorgi Íslandsstofu.
Sjá nánar

Fjármál

Fjármálasvið er stoðsvið. Hlutverk þess er að tryggja að fjármál Íslandsstofu séu í samræmi við stefnu, markmið og áætlanir.
Sjá nánar

Stjórn og starfsemi Íslandsstofu