Skil­mál­ar Ís­lands­stofu um notk­un á vef­kök­um (e. cookies)

1. Hugtakið vefkaka (e. cookies)

Við netnotkun getur lítil textaskrá verið sett inná tölvur notenda eða önnur snjalltæki þeirra þegar vefsvæði Íslandsstofu, www.islandsstofa.is, er heimsótt í fyrsta skipti. Slíkar textaskrár eru kallaðar vefkökur (eða cookies á ensku). Textaskráin er varðveitt á vefvafra notenda og vefur Íslandsstofu þekkir skrána. Gögn í textaskránni má t.d. hagnýta til að fylgjast með hvernig notendur vafra um vefsvæðið, í því skyni að bæta þjónustuna. Vegna þessa er Íslandsstofu mögulegt að senda ákveðnar upplýsingar í vafra notenda og getur þar að leiðandi auðveldað notendum aðgang að ýmsum aðgerðum. Vefkökur geta innihaldið texta, númer eða upplýsingar um dagsetningar. Vafraökur geyma þó ekki persónuupplýsingar notenda.

2. Notkun Íslandsstofu á vefkökum
 

Samþykki notandi skilmála Íslandsstofu um notkun á vefkökum, hefur Íslandsstofa m.a. heimild til þess að: 

  • auðkenna notendur sem hafa áður heimsótt vefinn og sníða leit og þjónustu við notendur til samræmis við auðkenninguna,

  • auðvelda notendum að vafra um vefsvæðið, t.d. með því að geyma upplýsingar um fyrri aðgerðir,

  • efla og vinna að framförum þjónustu vefsvæðisins með því að hafa upplýsingar um notkun hennar,

  • birta notendum auglýsingar og

  • geyma og senda tilkynningar um fjölda notenda og hve oft vefsvæðið er heimsótt.

    Íslandsstofa notar jafnframt Google Analytics frá Google. Google Analytics er stafrænt markaðsetningartæki, sem safnar upplýsingum nafnlaust og ber gögn saman við fyrri tímabil. Google Analytics gefur jafnframt skýrslur um framfarir á vefstæðum án þess að gera greinarmun á stökum notendum eða persónuupplýsingum. Til að fylgjast með samskiptum notenda við vefsvæðið notar Analytics sínar eigin vefkökur. Í þessu sambandi gerir Íslandsstofa skilyrði um að birta notendum auglýsingar í gegnum endurmarkaðssetningarkerfi Google. Vilji notandi ekki sjá slíkar auglýsingar, getur hann slökkt á notkun á vefkökum.

 3. Slökkva á notkun á vefkökum

Notendum er alltaf mögulegt og heimilt að stilla netvafra sína að hægt sé að slökkva á notkun á vefkökum, svo þær vistast ekki eða netvafrinn óskar eftir heimild notenda fyrst. Getur slík því dregið úr aðgangi að ákveðnum síðum á vefsvæðinu eða að vefsvæðinu að öllu leyti. 

4. Hversu lengi eru vefkökur á tölvum/snjalltækjum notenda?

Heimilt er að geyma vefkökur í tölvum notenda í að hámarki 24 mánuði, frá því að notandi heimsótti síðast vefsíðu Íslandsstofu.

5. Meðferð Íslandsstofu á persónuupplýsingum

Farið verður með allar persónuupplýsingar sem verða til við notkun á vefkökum í samræmi við persónuverndarlög. Íslandsstofa lýsir því yfir að ekki verði unnið með slíkar upplýsingar í öðru skyni en samkvæmt framangreindu. Þar að auki verða upplýsingarnar ekki varðveittar lengur en þörf krefur miðað við tilgang vinnslu. Persónuupplýsingar notenda verða ekki sendar til þriðju aðila nema lög kveði á um annað.

Skilmálar fyrir vefkökur