Gróska, Vatnsmýri 1
511 4000
104 Reykjavík
info@islandsstofa.is

Útflutningsgreinar
Sjávarútvegur
Sjávarútvegur
Íslenskur sjávarútvegur og sjávarútvegstækni hafa lengi verið burðarásar íslensks atvinnulífs og útflutnings.

.jpg?ixlib=gatsbyFP&auto=compress%2Cformat&fit=max&q=50&w=1621&h=1080)

Sjávarútvegur og sjávarútvegstengd starfsemi
Íslenskur sjávarútvegur hefur lengst af verið okkar öflugasta útflutningsgrein og máttarstólpi í gjaldeyrisöflun þjóðarinnar. Vexti greinarinnar eru þó takmörk sett frá náttúrunnar hendi og því er nauðsynlegt að auka verðmæti íslenskra sjávarafurða með samræmdu markaðsstarfi á grundvelli uppruna, sjálfbærni og nýsköpunar.
Íslandsstofa stendur fyrir margskonar markaðs- og kynningarstarfi á íslenskum sjávarafurðum til að auka vitund um Ísland sem upprunaland og stuðla að jákvæðni til íslenskra sjávarafurða. Þá kynnum við Ísland sem tilvalinn stað til að eiga viðskipti með sjávarútvegstækni – hvort sem um ræðir lausnir tengdar veiðum, vinnslu eða hámarks nýtingu.

Seafood from Iceland
Íslensk sjávarútvegsfyrirtæki hafa sameinast undir slagorðinu Seafood from Iceland til að auka útflutningsverðmæti með einu upprunamerki. Verkefninu er einnig ætlað að kynna íslenskan uppruna og auka jákvæðni til íslenskra sjávarafurða.
Sjá meira
Viltu vita meira?
Sjávarútvegur
Kynntu þér verkefnin á sviði sjávarútvegs.