Sjálfbærni

Sjálf­bærni­stefna Íslands­stofu

Sjálf­bærni­stefna Íslands­stofu

Til að styðja við framtíðarsýnina er mikilvægt að allt starf Íslandsstofu byggi á gildum sjálfbærni og sé til fyrirmyndar í umhverfis- og loftslagsmálum, bæði innan og utan vinnustaðarins. 

rich text image

Sjálfbærni

Samkvæmt langtímastefnumótun atvinnulífs og stjórnvalda um markaðssetningu og útflutning á íslenskum vörum, þjónustu og menningu hefur verið sett fram sú framtíðarsýn að Ísland verði þekkt sem leiðandi land á sviði sjálfbærni.​  

Til að styðja við framtíðarsýnina er mikilvægt að allt starf Íslandsstofu byggi á gildum sjálfbærni og sé til fyrirmyndar í umhverfis- og loftslagsmálum, bæði innan og utan vinnustaðarins.   

Íslandsstofa leggur ríka áherslu á að starfsemi hennar og starfhættir styðji við þá framtíðarsýn fyrir íslenskan útflutning að Ísland verði þekkt sem leiðandi land í sjálfbærni. Það gerir Íslandsstofa meðal annars með því að vera fyrirmynd hvað varðar sjálfbærni í rekstri. Með sjálfbærni er að auki staðinn vörður um getuna til að sinna mikilvægu hlutverki stofunnar og verðmæti fyrir haghafa til lengri tíma.  

Tilgangur og markmið sjálfbærnistefnu er einna helst að tryggja að sjálfbærni sé höfð að leiðarljósi í allri starfsemi Íslandsstofu. Sjálfbærnistefnan felur bæði í sér yfirlýsingu um sjálfbærni og er um rammi fyrir undirstefnur er tengjast umhverfi, félagslegum þáttum og stjórnarháttum. Hér á eftir er nánari lýsing á undirstefnum í hverjum þætti fyrir. ​ 

Unnið er að innleiðingu stefnunnar með stuðningi Bravo.Earth og eru UFS viðmið Nasdaq um sjálfbæran rekstur höfð til hliðsjónar. Íslandsstofa er aðili að Festu, miðstöð um samfélagsábyrgð og sjálfbærni. 

Umhverfi 

Íslandsstofa leggur áherslu á að vera til fyrirmyndar í umhverfis- og loftslagsmálum. Hugað er að sjálfbærni í öllum störfum á vegum Íslandsstofa og unnið eftir metnaðarfullum stefnum um umhverfis- og loftslagsmál og sjálfbærni. Birtar eru upplýsingar samkvæmt UFS viðmiðum Nasdaq um sjálfbæran rekstur til þess styðja við skuldbindingar Íslandsstofu á þessu sviði. Hér má skoða UFS skýrslu Íslandsstofu (pdf)

Íslandsstofa leggur áherslu á að halda neikvæðum umhverfisáhrifum af starfseminni í lágmarki. Losun gróðurhúsalofttegunda er mæld og birt árlega.  Íslandsstofa hefur sett sér umhverfis- og loftslagsstefnu og vinnur að innleiðingu Grænna Skrefa.​ 

Íslandsstofa hefur kolefnisjafnað hefðbundna starfsemi Íslandsstofu fyrir árið 2021, þ.e. vegna raforkunotkunar, hita, úrgangs, flugferða og ferða starfsmanna til og frá vinnu (umfang 2 og 3). Starfsemin er kolefnisjöfnuð í gegnum Kolvið. 

Íslandsstofa leggur áherslu á að greina og þekkja hvernig loftslagsmál og önnur umhverfismál geta haft bein og óbein áhrif á reksturinn og þar með getu Íslandsstofu til að sinna sínu hlutverki. Með þeim hætti vill Íslandsstofa bregðast við og milda áhrifin eftir því sem við á.  

Umhverfis- og loftslagsstefnuna má finna hér. 

Félagslegir þættir 

Íslandsstofa leggur áherslu á starfsumhverfi sem laðar að og heldur í framúrskarandi starfsfólk. Kjörorð mannauðsstefnunnar eru „​​​​​​​Hjá okkur verða hugmyndir til og komast í framkvæmd​​​​​​​“. Vinnustaðurinn er kraumandi suðupottur af sérþekkingu og jafnframt umvefjandi, skemmtilegur, krefjandi, alþjóðlegur og skapandi. ​ 

Íslandsstofa leggur áherslu á virðingu, jafnrétti, heilsu og öryggi og líður ekki fordóma, áreitni og einelti.  

Sjá nánar í mannauðsstefnu​ og jafnréttisstefnu. Auk þess starfar Íslandsstofa eftir fjarvinnustefnu og heilsustefnu. 

Stjórnarhættir 

Stjórn Íslandsstofu leggur áherslu á góða stjórnarhætti og að þeir samræmist þeim lögum og reglum sem um starfsemina gilda. 

Siðareglur Íslandsstofu gilda um starfsemina, starfsmenn, stjórnendur og verktaka sem sinna verkefnum á vegum Íslandsstofu. Reglurnar eru leiðbeinandi við framkvæmd daglegra starfa með hagsmuni Íslandsstofu og viðskiptavina hennar að leiðarljósi.​ 

Íslandsstofa hefur sett sér persónuverndarstefnu sem lýsir því hvernig Íslandsstofa meðhöndlar persónuupplýsingar starfsmanna, viðskiptavina, verktaka og annarra einstaklinga.  

Lesa má nánar um siðareglur Íslandsstofu, hæfisreglur stjórnenda​, og persónuverndarstefnu

Sjálfbærni er mikilvægur drifkraftur í starfi Íslandsstofu. Mótun og innleiðing sjálfbærnistefnu, ásamt árlegri útgáfu sjálfbærniskýrslu eru veigamikill þáttur þegar kemur að því að gefa skýra mynd af stefnum og starfsháttum fyrirtækja. Slík vinna er þegar hafin hjá Íslandsstofu og verður með tímanum órjúfanlegur hluti af hefðbundinn starfsemi. Kröfur samfélagsins á sjálfbæran rekstur verða enn fyrirferðameiri í framtíðinni. Íslandsstofa mun því halda ótrauð áfram á þessari vegferð í átt að sjálfbærri framtíð. 

Sjálfbærnistefna Íslandsstofu