Markaðsverkefni
Reykjavik Science City
Reykjavik Science City
Tilgangur verkefnisins er að stuðla að því að Ísland verði eftirsóttur staður til rannsókna, þróunar og fjárfestinga auk þess að laða erlend fyrirtæki og sérfræðinga til landsins.
Vísindaþorpið í Vatnsmýri
Hugvit, nýsköpun og tækni verða burðarásar í verðmætasköpun Íslendinga. Þetta er markmið starfsins í Vísindaþorpinu í Vatnsmýri eða Reykjavik Science City sem kynnt var formlega á fundi hjá Íslandsstofu í nóvember 2021.
Í Vísindaþorpinu verður lögð áhersla á uppbyggingu svokallaðrar grænnar og blárrar tækni (e. Greentech og Bluetech) og lífvísinda en Íslendingar hafi þegar aflað sér mikillar þekkingar á þeim sviðum og eiga þar inni öflug tækifæri.