Gróska, Vatnsmýri 1
511 4000
104 Reykjavík
info@islandsstofa.is

Útflutningsgreinar
Orka og grænar lausnir
Orka og grænar lausnir
Endurnýjanleg orka hefur lengi verið einn af hornsteinum íslenskrar gjaldeyrisöflunar. Þekking og reynsla íslenskra fyrirtækja á sviði orkunýtingar hefur jafnframt ýtt undir spennandi nýsköpun á sviði grænna lausna sem nýst geta víða um heim.



Með sjálfbærni að leiðarljósi
Ísland er auðugt af endurnýjanlegum orkuauðlindum og gríðarleg þekkingarsköpun á sviði orku og grænna lausna hefur skapað íslenskum fyrirtækjum mikla sérstöðu á eftirsóttum vettvangi.
Með markvissum aðgerðum í þágu minni losunar og aukinni kolefnisbindingu stefnir Ísland að því að verða kolefnishlutlaust árið 2040 og taka sér leiðandi stöðu á sviði loftslagsmála. Þessi staða getur skapað mikil tækifæri fyrir útflutning íslenskar þekkingar og grænna lausna.
Ísland í fararbroddi
Ísland er þegar tengt sjálfbærni í hugum fólks víða um heim. Efnahagslega og samfélagslega mikilvæg starfsemi á borð við orkugeirann og sjávarútveginn leggur mikla áherslu á sjálfbærni og ábyrga nýtingu auðlinda.
Orka úr endurnýjanlegum auðlindum er vaxandi verðmæti sem hefur m.a. laðað hingað til lands nýja erlenda fjárfestingu auk þess sem þekking og reynsla á þessu sviði skapar útflutningsverðmæti.
Eftirspurn eftir grænum lausnum eykst hratt á flestum sviðum og íslensk fyrirtæki hafa náð eftirtektarverðum árangri, t.d. í tækni til orkusparnaðar og fullnýtingar hráefna.
Grænt Ísland
Aukum vitund um íslenskar grænar lausnir

Grænvangur
Grænvangur leiðir saman íslensk fyrirtæki og stjórnvöld til að vinna að sameiginlegu markmiði um kolefnishlutlaust Ísland 2040. Auk þess kynnir Grænvangur íslenskar grænar lausnir erlendis í samstarfi við Íslandsstofu undir merkjum Green by Iceland.
Sjá vef Grænvangs

Green by Iceland
Green by Iceland er markaðsverkefni sem miðar að því að auka vitund um sjálfbæra nýtingu auðlinda á Íslandi og kynna íslenskar grænar lausnir á erlendum mörkuðum.
Sjá vef Green by Iceland

Gagnaver
Um nokkurra ára skeið hefur Ísland verið kynnt sem einn besti staðsetningarkostur heims fyrir gagnaver, byggt á úttektar- og greiningarvinnu innlendra sem erlendra ráðgjafastofa.
Verðmætir viðskiptavinir alþjóðlegra gagnavera leggja áherslu á endurnýjanlegan uppruna orkunnar sem knýr og kælir ofurtölvur þeirra.
Sjá vef Data Centers by Iceland
Viltu vita meira?
Orka og grænar lausnir
Kynntu þér verkefnin á sviði orku og grænna lausna.