Markaðsupplýsingar

Útboð

Útboð

Íslensk fyrirtæki hafa í gegnum árin sótt verkefni til alþjóðastofnana og opinberra aðila erlendis og hafa mörg hver náð góðum árangri.

Útboð alþjóðastofnana

Ýmis tækifæri geta falist í viðskiptum við alþjóðastofnanir, en inngöngu á þann stóra markað þarf að undirbúa vel og gera verður ráð fyrir að nokkurn tíma geti tekið að komast inn fyrir þröskuldinn. Fyrirtæki sem hafa áhuga á að selja til alþjóðastofnana ættu að skoða eftirfarandi útboðsvefi.

Sameinuðu þjóðirnar

Öll útboð Sameinuðu Þjóðana og undirstofnana þess fara fram í gegnum UNGM (United nations Global Marketplace). Sameinuðu þjóðirnar leita til fjölda fyrirtækja og einyrkja út um allan heim ár hvert eftir þjónustu. Þau verkefni sem í boði eru hverju sinni eru auglýst á útboðsvef Sameinuðu þjóðanna, United Nations Global Marketplace. Innkaupaskrifstofa SÞ (e. UN Procurement Division) heldur utan um útboðsverkin fyrir hönd Sameinuðu Þjóðanna. Ítarlegar upplýsingar um hvernig fyrirtæki eiga að snúa sér hafi þau áhuga á að bjóða í verk er að finna hér.

feature image

United Nations Global Marketplace

Verkefnin eru eins fjölbreytt og þau eru mörg- allt frá prentþjónustu fyrir aðalskrifstofuna í New York, til hönnunar kosningarkerfis í Afríku, endurbyggingar skólahúsnæðis í Asíu eða ráðgjafar úti um allan heim. Fjölmargar undirstofnanir SÞ sjá sjálfar um útboð á verkefnum innan raða, eins og til að mynda Þróunaráætlun Sameinuðu þjóðanna (UNDP), Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna (UNICEF) og Alþjóðabankinn (World Bank).


Nánari upplýsingar er finna á vefsíðum viðkomandi stofnunnar.

Útboðsvefur Sameinuðu þjóðanna

feature image

Útboð á vegum NATO

Margvísleg útboð fara fram hjá NATO á hverju ári og er ávallt hægt að finna nýjustu útboðsupplýsingar á útboðsvef NSPA. NCIA (NATO Communications and Information Agency), sem fer með samskipta og upplýsingamál bandalagsins, veitir upplýsingar um innkaup á þeirra vegum. Mælt er með að fylgjast með Twitter síðu NCIA til að nálgast upplýsingar þegar ný útboð eru birt.


Viðskiptaþjónusta utanríkisráðuneytisins  aðstoðar einnig varðandi viðskiptatækifæri hjá NATO.

Sjá nánar

feature image

Vöktun á útboðum

Flestir opinberir vefir, sem veita upplýsingar um útboð, bjóða fyrirtækjum að skrá sig á póstlista og fá sendar upplýsingar þegar ný útboð eru birt. Í sumum tilvikum greiða fyrirtæki fyrir þessa þjónustu.


Að auki eru fjölmörg einkafyrirtæki sem bjóða þjónustu við að vakta opinber útboð og senda í tölvupósti um leið og þau birtast. Þessi þjónusta er veitt gegn gjaldi. Sum þessara fyrirtækja ganga lengra og veita aðstoð við allt ferlið, allt frá því að finna útboð til tilboðsskrifa.

Opinber útboð