Nýsköpunarrverðlaun Íslands eru veitt til fyrirtækja sem þykja hafa skarað fram úr í þróun nýrrar vöru eða þjónustu, sem byggð er á rannsóknar- og vísindastarfi og náð hefur árangri á markaði. Verðlaunin voru fyrst veitt árið 1994 á Nýsköpunarþingi og er tilgangur þeirra að vekja athygli á þeim mikilvægu tengslum sem eru á milli aukinnar verðmætasköpunar í atvinnulífinu og rannsókna og þekkingaröflunar.
Verðlaunin voru fyrst veitt árið 1994 á Nýsköpunarþingi og er tilgangur þeirra að vekja athygli á þeim mikilvægu tengslum sem eru á milli aukinnar verðmætasköpunar í atvinnulífinu og rannsókna og þekkingaröflunar.
Nýsköpunarverðlaun Íslands eru veitt af Rannís, Íslandsstofu, Nýsköpunarsjóði atvinnulífsins og Hugverkastofunni til fyrirtækja sem þykja hafa skarað fram úr í þróun nýrrar vöru eða þjónustu, sem byggð er á rannsóknar- og vísindastarfi og náð hefur árangri á markaði. Tilgangur verðlaunanna, sem voru fyrst veitt árið 1994, er að vekja athygli á þeim mikilvægu tengslum sem eru á milli rannsókna og þekkingaröflunar og aukinnar verðmætasköpunar í atvinnulífinu.
Við val á verðlaunahafa er litið til þess hvort um sé að ræða nýtt sprotafyrirtæki, hvort það sé byggt á nýskapandi tækni og hugmynd og sé kröfuhart á þekkingu. Þá er lagt mat á virðisauka afurða og hvort fyrirtækið hafi náð árangri á markaði. Metið er hvort líkur séu á að fyrirtækið haldi velli og hvort stjórnun nýsköpunar sé til eftirbreytni. Að lokum er metið hvort fyrirtækið sé hvatning fyrir aðra að feta sömu slóð.
Verðlaunahafar
2022 Sidekick Health
2021 Lauf Forks
2020 Controlant
2019 Curio
2018 Kerecis
2017 Skaginn
2016 Dohop
2015 Zymetech
2014 Meniga
2013 Valka
2012 Primex
2011 Mentor
2010 Nox Medical
2009 Mentis Cura
2008 ORF líftækni
2007 Hafmynd ehf.
2006 Stjörnu-Oddi
2005 CCP
2004 Lyfjaþróun
2003 Altech JHM
2002 Stofnfiskur
2001 Fiskeldi Eyjafjarðar
2000 Bláa lónið
1999 Flaga
1998 Íslensk erfðagreining
1997 Hugvit
1994 Vaki fiskeldiskerfi