Nýsköpunarrverðlaun Íslands eru veitt til fyrirtækja sem þykja hafa skarað fram úr í þróun nýrrar vöru eða þjónustu, sem byggð er á rannsóknar- og vísindastarfi og náð hefur árangri á markaði. Verðlaunin voru fyrst veitt árið 1994 á Nýsköpunarþingi og er tilgangur þeirra að vekja athygli á þeim mikilvægu tengslum sem eru á milli aukinnar verðmætasköpunar í atvinnulífinu og rannsókna og þekkingaröflunar.

Verðlaunin voru fyrst veitt árið 1994 á Nýsköpunarþingi og er tilgangur þeirra að vekja athygli á þeim mikilvægu tengslum sem eru á milli aukinnar verðmætasköpunar í atvinnulífinu og rannsókna og þekkingaröflunar.

Nýsköpunarverðlaun Íslands eru veitt af Rannís, Íslandsstofu, Nýsköpunarsjóði atvinnulífsins og Hugverkastofunni til fyrirtækja sem þykja hafa skarað fram úr í þróun nýrrar vöru eða þjónustu, sem byggð er á rannsóknar- og vísindastarfi og náð hefur árangri á markaði. Tilgangur verðlaunanna, sem voru fyrst veitt árið 1994, er að vekja athygli á þeim mikilvægu tengslum sem eru á milli rannsókna og þekkingaröflunar og aukinnar verðmætasköpunar í atvinnulífinu.

Við val á verðlaunahafa er litið til þess hvort um sé að ræða nýtt sprotafyrirtæki, hvort það sé byggt á nýskapandi tækni og hugmynd og sé kröfuhart á þekkingu. Þá er lagt mat á virðisauka afurða og hvort fyrirtækið hafi náð árangri á markaði. Metið er hvort líkur séu á að fyrirtækið haldi velli og hvort stjórnun nýsköpunar sé til eftirbreytni. Að lokum er metið hvort fyrirtækið sé hvatning fyrir aðra að feta sömu slóð.

Verðlaunahafar

 • 2023 PayAnalytics

 • 2022 Sidekick Health

 • 2021 Lauf Forks

 • 2020 Controlant

 • 2019 Curio

 • 2018 Kerecis

 • 2017 Skaginn

 • 2016 Dohop

 • 2015 Zymetech

 • 2014 Meniga

 • 2013 Valka

 • 2012  Primex

 • 2011  Mentor

 • 2010  Nox Medical

 • 2009  Mentis Cura

 • 2008  ORF líftækni

 • 2007  Hafmynd ehf.

 • 2006  Stjörnu-Oddi

 • 2005  CCP

 • 2004  Lyfjaþróun

 • 2003  Altech JHM

 • 2002  Stofnfiskur

 • 2001  Fiskeldi Eyjafjarðar

 • 2000  Bláa lónið

 • 1999  Flaga

 • 1998  Íslensk erfðagreining

 • 1997  Hugvit

 • 1994  Vaki fiskeldiskerfi

Nýsköpunarverðlaun Íslands