Ljósmynd

Markaðsverkefni

Meet in Reykjavík

Meet in Reykjavík

Meet in Reykjavik - Iceland Convention Bureau, styrkir ímynd Íslands og Reykjavíkur sem eftirsóknarverðs áfangastaðar fyrir ráðstefnur, fundi, hvataferðir og alþjóðlega viðburði.

Ísland er kjörið land fyrir ráðstefnur

Ráðstefnuborgin Reykjavík eða „Meet in Reykjavík“ var stofnuð árið 2012 í þeim tilgangi að styrkja ímynd Íslands og Reykjavíkur sem eftirsóknarverðs áfangastaðar fyrir ráðstefnur, fundi, hvataferðir og alþjóðlega viðburði (MICE).

Markmið verkefnisins, sem stofnað var af frumkvæði Reykjavíkurborgar, Icelandair Group og Hörpu er að auka hlutfall ráðstefnu-, funda-, hvataferða og viðburðagesta til landsins af heildarmarkaði ferðamanna.

Félagið var sameinað Íslandsstofu árið 2020 og er nú rekið sem sjálfstætt verkefni þar. Verkefnið er unnið í samræmi við leiðarljós íslenskrar ferðaþjónustu, útflutningsstefnu Íslands og ferðamálastefnu Reykjavíkurborgar.

Talsverðir hagsmunir eru í húfi fyrir áfangastaði að byggja upp orðspor og eftirsókn innan MICE-greinarinnar enda er markaðurinn talinn vera einn af lykildrifkröftum hagrænnar innspýtingar vegna arðbærni hans. Rannsóknir sýna enn fremur að þessi markaður hvetur sérstaklega til tæknilegrar framþróunar, eflir viðskiptatækifæri og stuðlar að uppbyggingu sértækra þjónustustaðla og innviða (UNWTO 2014).

feature image

Samstarfsfyrirtæki

Starfsemi Meet in Reykjavík er opin öllum fyrirtækjum sem hafa hagsmuni af MICE ferðaþjónustu hér á landi og hafa gild starfsleyfi og tryggingar. Skráning og þátttaka í almennu félagsstarfi er gjaldfrjáls en fyrirtæki greiða fyrir þátttöku sértækum verkefnum s.s. þátttöku á sýningum, söluheimsóknum ofl.

Kynntu þér skráningarleiðirnar á heimasíðu Meet in Reykjavík:

Sjá meira

Meet in Reykjavik - Iceland Cenvention Bureau