Útflutningsgreinar
Matvæli og náttúruafurðir
Matvæli og náttúruafurðir
Eflum vitund um Ísland sem upprunaland hreinna og heilnæmra matvæla og náttúruafurða sem unnar eru með sjálfbærum hætti.
166
þúsund íslenskir hestar utan Íslands
20+
Stofnaðilar Samtaka þörungafélaga
7
Földun útflutningsvermætis æðardúnssænga ->
220
m.kr. árið 2022 en var 31 m.kr. árið 2020
Markaðsaðgerðir
Verkefnin á sviði matvæla og náttúruafurða eru margskonar
Íslenskur uppruni
Markmiðið er að efla vitund um Ísland sem upprunaland hreinna og heilnæmra matvæla og náttúruafurða sem unnar eru með sjálfbærum hætti.
Rekjanleiki matvæla og tengsl við uppruna þeirra og sögu skapar verðmæti. Hér á landi hafa fyrirtæki á sviði sérhæfðra matvæla og drykkjarvara nýtt sér íslenska upprunann og tengsl við ímynd landsins til aðgreiningar fyrir vörumerki sín á erlendum mörkuðum. Dæmi um þetta eru skyr, íslenskt vatn og drykkjarvörur á borð við bjór og vodka. Þá tengja framleiðendur húð- og næringarvara úr íslenskum jurtum, steinefnum og smáþörungum afurðir sínar við hreinleika íslenskrar náttúru.
Þessi áhersla spannar allt frá vöruþróun, framleiðslu og sölu á hreinum náttúru- og landbúnaðarafurðum sem neytt er sem næst uppruna þeirra, yfir í hátækniframleiðslu á lífvirkum efnum og próteini úr smáþörungum, eða mörkun fyrir íslenskar drykkjarvörur og húðvörur á alþjóðlegum mörkuðum.
Viltu vita meira?
Matvæli og náttúruafurðir
Kynntu þér verkefnin okkar á sviði matvæla og náttúruafurða.