Markhópar áfangastaðarins
Markhópar áfangastaðarins
Gríptu tækifærið og kynntu þér betur þína bestu viðskiptavini.
Markhópar fyrir íslenska ferðaþjónustu
Mikilvægt er að áfangastaðir sem og fyrirtæki skilji hverjir þeirra bestu viðskiptavinir eru, því slík þekking skilar sér margfalt til baka í aukinni samkeppnishæfni með sterkari markaðsáherslum, gæða vörum og betri afkomu. En til að öðlast slíka þekkingu þarf yfirleitt að framkvæma kostnaðarsamar rannsóknir sem er ekki á færi allra til að framkvæma.
Nú eiga allir hagsmunaaðilar ferðaþjónustunnar tækifæri á að nálgast slíka þekkingu, án tilkostnaðar, og dýpka skilning sinn á þeim markhópum sem þykja hvað ákjósanlegastir fyrir íslenska ferðaþjónustu ásamt leiðbeiningum um hvernig hægt sé að skerpa betur á markaðssetningunni.
Lífsglaði heimsborgarinn (e. The Fun-loving Globetrotter)
Rannsakaðir voru 7.000 ferðamenn á sjö markaðssvæðum (Bandaríkin, Kanada, Bretland, Frakkland, Þýskaland, Svíþjóð og Danmörk) og var greiningin framkvæmd í mars 2022. Svarendur voru aðgreindir í hópa út frá lífsháttum, persónugerð, neyslu, ferðagildum og hvernig þeir mæta þörfum og markmiðum íslenskrar ferðaþjónustu.
Í fyrri hluta greiningarinnar eru dregnir fram tveir megin markhópar óháð landamærum og í seinni hluta er hægt að nálgast nánari upplýsingar um hvert markaðssvæði. Gríptu tækifærið og kynntu þér betur þína bestu viðskiptavini!
Sækja skjal (enska)
UM VERKEFNIÐ
Markhópagreining fyrir íslenska ferðaþjónustu er liður í því að auka þekkingu á ferðaþjónustu og byggja á traustari grunn undir atvinnugreinina hér á landi. Tilgangur og meginmarkmið verkefnisins er að þróa betri tól og tæki til að stunda hnitmiðaða og skilvirka markaðssetningu íslenskra áfangstaða á erlendum mörkuðum.
Sjálfstæði landkönnuðurinn (e. The Independant Explorer)
Fyrirtæki og aðrir hagsmunaaðilar ferðaþjónustunnar geta nýtt sér markhópagreiningu við markaðssetningu og vöruþróun sinni og íslenskir rannsóknaraðilar geta fylgst betur með þróun og ferðahegðun markhópa og hafa aðgang að þeim gögnum sem verkefnið skilar af sér.
Síðast en ekki síst er verkefninu ætlað að aðstoða ferðaskipuleggjendur, ferðaþjónustuaðila, markaðsfólki, stoðkerfinu, hinu opinbera og fjárfestum við upplýstari ákvarðanatöku til að auka arðsemi og sjálfbærni Íslands til langstíma.
Verkefnið er byggt á markhópagreiningu sem var framkvæmd árið 2017 og unnin var í samvinnu við Háskólann á Bifröst, Háskólann á Akureyri, Rannsóknarmiðstöð ferðamála (RMF) og Stjórnstöð ferðamála.