listir bakgrunnur

Útflutningsgreinar

Listir og skapandi greinar

Listir og skapandi greinar

Styrkjum stöðu lista og skapandi greina á alþjóðavettvangi og aukum aðdráttarafl Íslands sem vettvang fyrir skapandi starfsemi.

maður standandi í stiga að mála

Útflutningsverðmæti

Íslenskar listir og skapandi greinar hafa borið hróður landsins víða. Á undanförnum árum hefur verið öflugur vöxtur í útflutningsverðmætum skapandi greina. Við kynnum Ísland sem skapandi miðstöð, upprunaland menningarafurða og eftirsóknarverðan stað til sköpunar á sviði tónlistar, bókmennta, myndlistar, sviðslista og hönnunar.

Íslandsstofa er samstarfsvettvangur um kynningu á íslenskum listum og skapandi greinum í þeim tilgangi að auka virði þeirra í gjaldeyrisöflun þjóðarinnar. ​Áhersla er lögð á traust samstarf við miðstöðvar skapandi greina, faglega stefnumótun í kynningarmálum sem stuðla að aukinni þekkingu og eftirspurn lista og skapandi greina á erlendri grundu. ​

Listir og skapandi greinar

Markaðsaðgerðir

feature image

Skapandi Ísland

Íslandsstofa annast rekstur markaðsverkefnis skapandi greina undir heitinu Skapandi Ísland. Verkefninu er ætlað að efla vitund um íslenskar listir og skapandi greinar á erlendum mörkuðum, auka þekkingu alþjóðlegs fagfólks á listum og skapandi greinum hér á landi og styðja við útflutning íslenskra listamanna og hins skapandi geira.

Lesa meira

feature image

Film in Iceland

Vaxandi áhugi hefur verið á Íslandi sem tökustað og hafa fjölmargar erlendar kvikmyndir og þættir verið teknir upp á landinu á undanförnum árum. Film in Iceland kynnir Ísland sem vænlegan tökustað fyrir erlend kvikmyndaverkefni og 25% endurgreiðslu kostnaðar vegna erlendrar kvikmyndagerðar.

Lesa meira

Viltu vita meira?

Listir og skapandi greinar

Kynntu þér verkefnin á sviði lista og skapandi greina.

Kristjana Rós Guðjohnsen

Fagstjóri lista og skapandi greina

kristjana@islandsstofa.is

Listir og skapandi greinar