Ljósmynd

Markaðsverkefni

Horses of Iceland

Horses of Iceland

Aukin verðmætasköpun sem byggir meðal annars á ímynd íslenska hestsins og að hann verði þekktur á heimsvísu sem hesturinn sem færir fólk nær náttúrunni.

Íslenski Hesturinn - Aukin verðmætasköpun

Fyrsta áfanga markaðsverkefnis Horses of Iceland lauk með formlegri stefnumótun, og framhald verkefnisins til næstu fjögurra ára hófst í byrjun janúar 2016. Nýr langtímasamningur var gerður við stjórnvöld og hagsmunaaðila í mars 2022 sem gildir út árið 2025. Íslandsstofa sér um framkvæmd verkefnisins.

Aukin verðmætasköpun sem byggir meðal annars á ímynd íslenska hestsins, að hann verði þekktur á heimsvísu sem hesturinn sem færir fólk nær náttúrunni; kraftmikill, ævintýragjarn, tilgerðarlaus og ósvikinn hestur sem tekur þér opnum örmum. Vörumerkið verður tengt við grunnstoðir í stefnu Íslandsstofu fyrir útflutning; eða sjálfbærni, nýsköpun, náttúru og fólk.

Þolreið á Íslandi - myndband af íslenska hestinum


Sjá fleiri myndbönd á YouTube rás Horses of Iceland

Samstarfsaðilar

Markaðsverkefnið hefur undanfarin ár verið í víðtæku samstarfi við tæplega 60 aðila í hestageiranum og tengdum greinum. Öllum þeim aðilum sem rækta íslenska hestinn, framleiða hestavörur eða selja þjónustu tengda hestinum býðst að taka þátt í verkefninu sem og samtökum þessara aðila. Einnig geta aðrir sem eru tilbúnir að taka þátt í verkefninu fjárhagslega, s.s. þjónustuaðilar, birgjar og stofnanir eða félög, gerst aðilar að verkefninu. Þátttakendur taka þátt í að móta áherslur og markaðsaðgerðir og þeir verða kynntir á vefsíðunni Horses of Iceland og í miðlun út á við. Ennþá er hægt að tengjast verkefninu og er áhugasömum bent á að hafa samband við verkefnastjóra Horses of Iceland.

Vefur Horses of Iceland

Horses of Iceland