Þróunarfræ

Þróunarfræ er forkönnunarstyrkur til einstaklinga og ungra frumkvöðlafyrirtækja til að ráðast í þróunarsamvinnuverkefni. Hugmyndin að verkefninu þarf að fela í sér að leitað er nýrra lausna eða tækni til að leysa áskoranir og bæta lífskjör fólks í þróunarlöndum.

Þróunarfræ er samstarfsverkefni Heimsmarkmiðasjóðs og Tækniþróunarsjóðs. Styrknum er ætlað að hvetja íslenskt atvinnulíf og einstaklinga til að taka þátt í þróunarsamvinnu með það fyrir augum að skapa atvinnu og stuðla að sjálfbærni í fátækum ríkjum. Gert er ráð fyrir að styrkþegar geti síðar sótt um styrk í Heimsmarkmiðasjóð.

Styrkurinn er ætlaður fyrirtækjum yngri en 5 ára og nýtist vel fyrir hugmyndir og verkefni á frumstigi sem geta leitt af sér stærra þróunarverkefni. Styrkurinn getur hæst orðið 2 milljónir og ekki er krafist mótframlags umsækjanda. Styrkurinn er bundinn við sömu lönd og Heimsmarkmiðasjóður (sjá lista). Nánar er fjallað um Þróunarfræ á vef utanríkisráðuneytisins og á vef Tækniþróunarsjóðs.

Nánari upplýsingar veitir Lýður Skúli Erlendsson, sérfræðingur hjá Rannís og eru áhugasamir hvattir til að hafa samband við hann og panta viðtal.

Þróunarfræ

Sjá meira