Heimstorg

NEFCO - The Nordic Green Bank

NEFCO - The Nordic Green Bank

Fjármálastofnunin Nefco var stofnuð í þeim tilgangi að styðja norræn fyrirtæki í verkefnum sem skila umhverfisvænum ávinningi og styður verkefni um allan heim, en þó utan Norðurlandanna.

Fjárhæð fjármögnunar:  Félagið veitir lán á markaðskjörum og hámarksfjárhæð til einstakra verkefna er EUR 5.000.000. Félagið veitir einnig hlutafé allt að 35% eiginfjár.

Lönd: Sjóðurinn fjármagnar verkefni um allan heim en þó utan Norðurlandanna.

Kröfur til verkefna: Verkefni verða að hafa jákvæð umverfisáhrif, byggjast á viðurkenndri tækni (ekki frumkvöðlaverkefni), hafa hagkvæman umhverfiskostnað og styðja við norrænar áherslur í umhverfismálum.

Tengiliður: Nánari upplýsingar veitir Þórhallur Þorsteinsson, forstöðumaður hjá Nefco.

Nánari upplýsingar: Nálgast má nánari upplýsingar á heimasíðu félagsins og í þessum 2 síðna "flyer".

Staðsetning: Félagið er staðsett í Helsinki Finnlandi og heitir Nordic Environment Finance Corporation (Nefco).

NEFCO - The Nordic Green Bank | Heimstorg - Fyrirtæki og fjármögnun

Sjá meira