Þjónusta
Heimstorg
Heimstorg
Heimstorgið er upplýsinga- og samskiptagátt fyrir íslensk fyrirtæki sem leita viðskiptatækifæra í þróunarlöndum og víðar.
Tækifæri fyrir íslenskt atvinnulíf
Íslandsstofa hefur umsjón með rekstri Heimstorgsins á grundvelli þjónustusamnings við utanríkisráðuneytið.
Í baklandi verkefnisins eru sérfræðingar utanríkisráðuneytisins um atvinnulíf og þróunarsamvinnu, viðskiptaþjónustu, uppbyggingarsjóðir í Evrópu, þ.m.t. uppbyggingarsjóð EES, auk annarra samstarfssjóða milli stjórnvalda og atvinnulífs sem íslensk fyrirtæki hafa aðgang að. Jafnframt koma sérfræðingar annarra ráðuneyta og tengiliðir um fjölþjóðlegar fjármögnunarstofnanir að verkefninu.
Heimstorgið
Viltu vita meira?
Á Heimstorginu er hægt að finna á einum stað þau tækifæri sem í boði eru fyrir íslenskt atvinnulíf í þróunarlöndum og víðar. Kynntu þér tækifærin!