Ljósmynd

Íslenskum fyrirtækjum býðst að taka þátt með beinni aðild eða þátttöku í einstaka viðburðum helguðum íslenskum útflutningsgreinum.

Tækifæri fyrir íslensk fyrirtæki

Heims­sýn­ingin í Osaka 2025

Heimssýningin í Osaka 2025

Ísland tekur þátt í samnorrænum sýningarskála á heimssýningunni í Osaka í Japan árið 2025 ásamt Danmörku, Finnlandi, Noregi og Svíþjóð. Áhersla verður lögð á að kynna grænar lausnir frá Norðurlöndum.​

Tækifæri fyrir íslensk fyrirtæki á World Expo í Japan

  • Tímabil: 13. apríl – 13. október 2025​

  • Staðsetning: Osaka, Japan​

  • Fjöldi gesta: Búist er við um 28 milljónum gesta

  • Þema: „Designing Future Society for Our Lives”​

Japan er þriðja stærsta hagkerfi heimsins og þar eru mikil viðskiptatækifæri fyrir norræn fyrirtæki. Norðurlöndin munu vinna saman að því að efla viðskiptasambönd landanna á þessum markaði og leggja sérstaka áherslu á að kynna grænar lausnir á sviði umhverfis- og loftslagsmála.​

Markmið með þátttöku

Markmiðið með sameiginlegri þátttöku Norðurlandanna á Heimssýningunni í Osaka er þríþætt:​

  • Auka útflutning til Japans og fjárfestingar og ferðamannastraum til Norðurlandanna​.

  • Auka þekkingu á Norðurlöndunum í Japan og styrkja stöðu þeirra á japanska markaðnum.​

  • Styrkja samvinnu og tengsl Norðurlandanna og Japans.​

Hér má sjátt stutt kynningarmyndband með yfirlitsmyndum af sýningarsvæðinu:


Sýningarskáli Norðurlandanna

Sameiginlegur sýningarskáli Norðulanda verður staðsettur við sjávarsíðuna á svæði sem kennt er við „Empowering Lives“. ​

  • Skálinn er alls um 1200 m2 ​

  • 183 opnunardagar í heildina. ​

  • Gert er ráð fyrir um 13.000 gestum á dag – allt að 2,5 milljón á sýningartímanum. ​

Skálinn samanstendur af: 

  • Sýningarsvæði fyrir gesti​

  • Fullbúnum ráðstefnusal​

  • Veitingastað með þaksvölum​

  • Torgi með veitinga- og minjagripaverslun

Sjá einnig: The Nordics at Expo 2025 Osaka og frétt um hönnunarteymi norræna skálans

rich text image

Hér má sjá teikningu af norræna sýningarskálanum á heimssýningunni í Osaka.

Aðkoma fyrirtækja

Íslandi hefur verið úthlutað sex dögum til afnota í sýningarskálanum auk þjóðardags sem verður í lok maí. ​

Íslandsstofa mun nýta þá daga til að setja íslenskar útflutningsgreinar í forgrunn og bjóða fyrirtækjum að taka þátt í viðburðum þeim tengdum. ​

DÆMI:                                                                    ​

Orka og grænar lausnir
Blásið verður til. „Our Climate Future” ráðstefnu þar sem íslensk fyrirtæki sýna fram á þær grænu lausnir lausnir sem þau eru að bjóða. ​

Ferðaþjónusta
Kynningarfundur og vinnustofa með söluaðilum þar sem sjálfbær ferðaþjónusta á Íslandi er kynnt. ​

Menning og listir
Kynningarviðburður fyrir íslenskar kvikmyndir og tónlist í samstarfi við Film in Iceland og ÚTÓN.

rich text image

Sýningarsvæðið á World Expo er einkar glæsilegt og býður upp á ótal möguleika.

Íslenskum fyrirtækjum býðst einnig að taka þátt í heimssýningunni með beinum hætti. Meðal kosta við þátttöku eru:  ​

  • Bein tenging fyrir vörumerki við bæði Ísland og Norðurlöndin​

  • Sýnileiki í sýningarskála og heimild til notkunar ráðstefnusalar​

  • Þátttaka í ýmsum viðburðum, bæði undir merkjum Íslands og Norðurlandanna​

  • Sýnileiki í markaðssamskiptum Íslands og Norðurlandanna í tengslum við sýninguna. ​

Bein þátttaka fyrirtækja

Boðið er upp á nokkur stig stuðnings fyrir fyrirtæki á Norðurlöndunum. 

Allt frá Platínum pakka sem fylgir framlagi upp á 300.000 € yfir í Gull 100.000 €, Silfur 50.000 € og svo Brons fyrir 30.000 €. ​

Hærra framlag tryggir mestan sýnileika og þá opnast möguleikar til að nýta sýningarskálann og ráðstefnuaðstöðuna þar. ​

Einnig býður bein þátttaka fyrirtækja upp á:

  • Boð í móttökur erlendra þjóðhöfðingja​

  • Möguleika á þátttöku í stýrihópi norræna verkefnisins.

  • Aðalstuðningsaðila á þjóðardegi Íslands​

  • Merki fyrirtækisins sýnilegt í skálanum.

*Það sem er innifalið fyrir íslensk fyrirtæki ræðst af eftirspurn og framlögum.

Nánari upplýsingar:

Heimssýningin í Osaka 2025I Tækifæri fyrir íslensk fyrirtæki