Ljósmynd

Viðskiptatækifæri í þróunarlöndum

Heims­mark­miða­sjóð­urinn

Heims­mark­miða­sjóð­urinn

Opið er fyrir umsóknir í Heimsmarkmiðasjóð atvinnulífs til samstarfsverkefna fyrirtækja í þróunarlöndum.

Utanríkisráðuneytið auglýsir eftir umsóknum um styrki í Heimsmarkmiðasjóð atvinnulífs vegna samstarfsverkefna í þróunarlöndum. 

Næsti umsóknarfrestur er til og með sunnudeginum 10. september 2024.

Heimsmarkmiðasjóður atvinnulífsins um þróunarsamvinnu tekur á móti umsóknum fyrirtækja um styrki til samstarfsverkefna í þróunarríkjum tvisvar á ári. Verkefni skulu jafnan styðja við heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæran hagvöxt og mannsæmandi atvinnutækifæri í þróunarríkjum, auk þess að hafa tengingu við önnur heimsmarkmið sem Ísland leggur áherslu á í þróunarsamvinnu sinni.

Hámarksstyrkur er 30 m.kr. á þriggja ára tímabili.

Næsti umsóknarfrestur er til 10. september 2024.

Nánari upplýsingar er að finna í verklagsreglum sjóðsins.

Öllum umsóknum skal skila í tölvupósti á atvinnulifssjodur@utn.is

Fyrirpurnum er svarað hjá atvinnulifssjodur@utn.is og á Heimstorgi Íslandsstofu.

Sjá einnig Þróunarfræ

Heimsmarkmiðasjóður opið fyrir umsóknir

Sjá meira