Ljósmynd

Markaðssókn

Greið leið út í heim

Greið leið út í heim

Íslandsstofa býr að víðtæku neti sérfræðinga Íslandsstofu, auk viðskiptafulltrúum utanríkisþjónustunnar, erlendum ráðgjöfum, auk þjónustu viðskiptafulltrúa á vegum Business Sweden.

550

Ráðgjafar

40

Lönd víðsvegar um heim

2021

Samstarf við Business Sweden hófst

Samstarf við Business Sweden

Íslandsstofa hefur gert samning við Business Sweden sem gerir íslenskum fyrirtækjum kleift að nýta sér yfirgripsmikla ráðgjaþjónustu við inngöngu og vöxt á erlendum mörkuðum.

Hjá Business Sweden starfa 550 sérfræðingar og ráðgjafar í meira en 40 löndum. Þjónustan er afar fjölbreytt og nýtist öllum fyrirtækjum sem hyggja á útrás.

Íslandsstofa sér um að kynna þjónustuna til íslenskra fyrirtækja og er milliliður þeirra við Business Sweden.

Stefnumótandi ráðgjöf, fjölbreytt viðskipta- og lagaleg aðstoð, upplýsingar og gögn um ákveðna markaði sem og aðgengi að víðfeðmu tengslaneti viðskiptalífsins um allan heim. Þá er möguleiki að sækja aðstoð við skráningu fyrirtækja og að útvista hluta rekstrar til skrifstofu Business Sweden viðkomandi landi. Auk þess er í boði ráðgjöf og viðskiptaðstoð við opinbera aðila.

Endurgreiðsla á hluta kostnaðar

Þjónustan er veitt á markaðsforsendum og verðlagning fer eftir eðli og umfangi verkefna hverju sinni. Helmingur þóknunar er greiddur fyrirfram og helmingur við lok verkefnis. 

Hægt er að sækja um endurgreiðslu til Íslandsstofu að uppfylltum ákveðnum skilyrðum:

  • Fyrirtækið er skráð og með lögheimili á Íslandi

  • Dótturfélög erlendra fyrirtækja með starfsemi á Íslandi geta einnig sótt um niðurgreiðslu

  • Félagið hefur rekstrarhæfi til að minnsta kosti 12 mánaða

  • Varan eða þjónustan er tilbúin til að vera sett á erlendan markað

Framlag Íslandsstofu getur að hámarki numið 50% af kostnaði við verkefnið og mest fjórar milljónir króna á hverju ári.

feature image

Viðskiptafulltrúar Íslands

Íslandsstofa og viðskiptasvið utanríkisráðuneytisins bjóða íslenskum fyrirtækjum víðtæka þjónustu hjá þeim tólf sendiráðum sem eru með starfandi sérstakan viðskiptafulltrúa.

Viðskiptafulltrúarnir búa yfir mikilli reynslu og þekkingu á staðháttum, hafa mikilvægt tengslanet og góð sambönd í umdæmislöndunum meðal annars við útflutningsráðin og fleiri aðila sem nýtast íslensku atvinnulífi.

Sjá nánar á vef Stjórnarráðsins

Greið leið út í heim