Markaðsupplýsingar

Gagna­bankar

Gagnabankar

Íslandsstofa hefur aðgang að gagnabönkum þar sem er að finna margs konar markaðsupplýsingar, meðal annars um neytendavörur, smásölu, markhópa og neytendahegðun auk upplýsinga um einstök fyrirtæki og viðskiptaumhverfi. Þar er einnig að finna ýmsar tæknilegar upplýsingar s.s um tolla, reglur og skjöl sem krafist er við útflutning til meira en 180 landa.

Starfsfólk Íslandsstofu nýtir þessa gagnabanka við úrvinnslu fyrirspurna en fyrirtækjum og háskólanemum býðst einnig að koma á skrifstofu Íslandsstofu til sækja sér efni í gagnagrunnana í tengslum við markaðsrannsóknir. Í flestum tilvikum er aðgangur að efninu veittur án endurgjalds.

Hægt er að fá aðgang að eftirtöldum gagnabönkum:

EUROMONITOR

Upplýsingar um stærð markaða, neyslumynstur, helstu fyrirtæki og vörumerki í löndum um víða veröld, með áherslu á neysluvörur. Ítarlegar greiningar á neytendum og neytendahegðun ásamt landaskýrslum sem innihalda helstu efnahagslegu og lýðfræðilegu stærðir. Ýmsar greinar og upplýsingar sem varða einstök málefni eða vörur.

KOMPASS

Upplýsingar um fyrirtæki víða um heim, t.d. aðsetur, stjórnendur, veltu, starfsmannafjölda, vöru/þjónustu og lönd sem fyrirtækið á í viðskiptum við. Leitað er eftir nafni fyrirtækis, vöruheiti eða atvinnugreinaflokkun og hægt að takmarka leit við t.d. ákveðið landsvæði eða stærð fyrirtækis.

MARKETLINE

Upplýsingar um stærstu fyrirtækin á markaðnum. Fjármálaupplýsingar og greining á mörkuðum (Fimm krafta líkan M. Porters) út frá samkeppni, staðkvæmdarvörum  og möguleikum á að komast inn á markaði.

PROFOUND

Gátt þar sem hægt er að nálgast markaðsrannsóknir um 200 aðila. Íslandsstofa hefur aðgang að leit og þjónustufulltrúa sem getur aðstoðað við leit. Notendur greiða fyrir efni sem sótt er í grunninn. Í flestum tilvikum er bæði hægt að kaupa heilar skýrslur eða einstaka kafla og töflur.

WORLDTARIFF

Upplýsingar um tolla, skatta og vörugjöld á innfluttum vörum í um 120 löndum.

Gagnabankar