Loading…

Fréttasafn

Tækifæri í ferðaþjónustu á indverska markaðinum

Sýningarbás Íslendinga - Visit Iceland - vakti mikla athygli á ferðasýningunni Satte sem haldin var í Nýju Delí í janúarlok. Stöðugur straumur gesta var á íslenska básinn og sýndu Indverjar mikinn áhuga á Íslandi sem áfangastað.

Ferðaþjónusta í frosti

Góður hópur ferðaþjónustuaðila er nú staddur í Rovaniemi í Finnlandi þar sem frostið mælist yfir 30 stig.

Ísland í kastljósinu í Stuttgart

Ísland var í kastljósinu sem annað tveggja gestalanda á ferðasýningunni CMT í Stuttgart, sem lauk um síðustu helgi. CMT er stærsta ferðasýning í Evrópu fyrir almenning og voru gestir að þessu sinni um 225 þúsund talsins.

Mikill áhugi meðal Norðmanna

Íslandsstofa tók þátt í Reiseliv ferðasýningunni sem fór fram í Lillestrøm í Noregi dagana 13.-16. janúar 2011. Reiseliv er stærsta ferðasýningin í Noregi en um 31.000 manns sóttu sýninguna að þessu sinni. Sýningin er annarsvegar vettvangur fyrir B2B og hinsvegar fyrir almenning. Fimm fyrirtæki tóku þátt á Íslandsbásnum.

Fjölsóttur vinnufundur í St. Pétursborg

Hópur 18 íslenskra ferðaþjónustufyrirtækja hélt vel heppnaðan vinnufund í St. Pétursborg sl. þriðjudag. Fundurinn var haldinn í samvinnu við Færeyinga og Grænlendinga og sá Airtouch í Helsinki um skipulagið í samstarfi við Travel Trade Gazette í Moskvu.