Loading…

Fréttasafn

Áhugi á viðskiptum við Slóveníu

Í tilefni af heimsókn forseta Slóveníu, dr. Danilo Türk, skipulagði Íslandsstofa í samvinnu við utanríkisráðuneyti Slóveníu viðskiptaráðstefnu þar sem komið var á samböndum milli íslenskra fyrirtækja og fjölda slóvenskra fyrirtækja sem voru í sendinefnd sem fylgdi forsetanum.

Vel heppnaður fundur um vetrarferðamennsku

Um 70 manns lögðu leið sína á Hótel Sögu sl. mánudag á fræðslufund Íslandsstofu um vetrarferðamennsku sem bar heitið: Efling í vetrarferðamennsku: Rovaniemi – Reykjavík – Akureyri.

Aðalfundur Íslandsstofu: Brýnt að efla alþjóðleg viðskipti

„Aukinn hagvöxtur hér á landi, fjölgun arðbærra starfa og endurheimt þeirra lífskjara sem við áður nutum, hlýtur að byggjast á auknum alþjóðlegum viðskiptum“, sagði Jón Ásbergsson framkvæmdastjóri í erindi sínu á aðalfundi Íslandsstofu.

Vel heppnaður fjárfesta- og viðskiptafundir í Edmonton

Fjárfestingarsvið Íslandsstofu og ræðismannsskrifstofan í New York boðuðu til morgunverðarfundar í Edmonton í Kanada föstudaginn 29. apríl sl. í samstarfi við iðnaðarráðuneytið og Íslensk-Kanadíska viðskiptaráðið.

Eelendir fjárfestar áhugasamir um minkarækt á Íslandi

Erlendir aðilar sýna minkarækt á Íslandi mikinn áhuga og í sumar eru allt að 20 danskir minkabændur væntanlegir hingað til lands, til að kynna sér aðstæður með fjárfestingar í huga. Fjárfestingarsvið Íslandsstofu og Samtök loðdýrabænda tóku þátt í hinni árlegu sýningu Kopenhagen Fur International sem fram fór í Herning í lok mars og sýndu sýningargestir Íslandi mikinn áhuga.

Tækifæri í NATO útboðum kynnt á fundi

Fulltrúar 30 fyrirtækja úr ýmsum atvinnugreinum sóttu fund þar sem kynnt voru tækifæri til þátttöku í útboðum á vegum Atlantshafsbandalagsins (NATO). Hingað til lands komu tveir fulltrúar frá NATO, Javier Carrasco Pena, yfirmaður útboðsmála í höfuðstöðvum NATO og Danny Hovaere, yfirmaður innkaupa hjá yfirherstjórn NATO.

Mikill áhugi á Íslandi á TUR ferðasýningunni

Íslandsstofa tók þátt í TUR ferðasýningunni sem fór fram í Gautaborg í Svíþjóð dagana 24.-27. mars 2011. TUR er stærsta ferðasýningin í Svíþjóð en um 50.000 manns sóttu sýninguna að þessu sinni. Sýningin er annarsvegar vettvangur fyrir B2B og hinsvegar fyrir almenning. 17 fyrirtæki tóku þátt á Íslandsbásnum.

Fatahönnuðir í Kaupmannahöfn

Sex íslensk fyrirtæki sýndu undir hatti Íslandsstofu á fatahönnunarsýningunni CPH Vision 2011, sem haldin er samhliða Tískuvikunni í Kaupmannahöfn í byrjun febrúar.

Íslensk hönnun í Stokkhólmi

Fjórir íslenskir hönnuðir - Sýrusson, Lighthouse, Arkiteo og Furnibloom - sýndu á sameiginlegum bás undir hatti Íslandsstofu á sýningunni Stockholm Furniture Fair sem fór fram í byrjun febrúar.

Tækifæri í ferðaþjónustu á indverska markaðinum

Sýningarbás Íslendinga - Visit Iceland - vakti mikla athygli á ferðasýningunni Satte sem haldin var í Nýju Delí í janúarlok. Stöðugur straumur gesta var á íslenska básinn og sýndu Indverjar mikinn áhuga á Íslandi sem áfangastað.