Loading…

Fréttasafn

Þátttaka í útboðum

Fjölmenni mættu á fund upplýsingatæknifyrirtækja sem bar yfirskriftina „Þátttaka í útboðum“. Þetta var fjórði og síðasti fundurinn, a.m.k. í bili, sem haldin er í fundaröð um markaðs- og sölumál upplýsingatæknifyrirtækja.

Kynning á danska markaðnum

Það var nokkuð fjölmennt á kynningarfundi sem haldinn var á vegum Íslandsstofu og viðskiptaþjónustu utanríkisráðuneytisins þann 24. maí þar sem Viðar Ingason, viðskiptafulltrúi við sendiráð Íslands í Kaupmannahöfn, hélt erindi um danska markaðinn.

Góð þátttaka á námskeiði um virðisaukaskatt í ESB

Rúmlega 30 fulltrúar fyrirtækja úr ýmsum atvinnugreinum sóttu námskeið Íslandsstofu og Enterprise Europe Network um virðisaukaskatt í Evrópusambandinu.

2011 European Enterprise Awards

Handleiðsluverkefni Íslandsstofu Útflutningsaukning og hagvöxtur í fjórða sæti: Á ráðstefnunni „Mobilising SMEs for the Future of Europe“ sem haldin var síðustu tvo daga í Búdapest var ÚH handleiðsluverkefni Íslandsstofu veitt viðurkenning í flokknum „Supporting the Internationalisation of Business“.

Mikill áhugi á þýska ferðamarkaðinum

Góð mæting var á fund sem Íslandsstofa stóð fyrir 17. maí sl. um tækifæri og áskoranir á þýska ferðamarkaðinum fyrir íslenska söluaðila með áherslu á menningartengdar ferðir.

Ferðaþjónusta á landamærum

Íslandsstofa skipulagði fræðsluferð með góðan hóp ferðaþjónustufyrirtækja til Scottish Borders (landamæri Skotlands og Englands), dagana 9.-14. maí síðastliðinn.

Útflutningsverðlaun 2011

Ferðaþjónusta bænda hlaut Útflutningsverðlaun forseta Íslands 2011 og Kristinn Sigmundsson fékk sérstaka heiðursviðurkenningu.

Vel heppnuð þátttaka í Nordic Game 2011

CAOZ og Plain Vanilla hlutu þróunarstyrki á tölvuleikjaráðstefnunni Nordic Game Conference 2011 sem lauk í Malmö á fimmtudag. Þá voru fyrirtækin CCP, Gogogic og Fancy Pants Global tilnefnd til Nordic Game-verðlauna.

Geysilega góð viðbrögð í Brussel

Óhætt er að segja að íslensku fyrirtækin hafi verið ánægð með árangurinn í ár og greinilegt að viðskipti fara vaxandi. Mikil jákvæðni ríkir meðal íslensku þátttakendanna og hefur gengið mjög vel hjá þeim, þar sem farið hefur saman mikil sala og hátt verð á fiski.

Áfangalok í verkefninu Útflutningsaukning og hagvöxtur

Krumma verðlaunað fyrir bestu markaðsáætlunina Jenný Ruth Hrafnsdóttir frá fyrirtækinu Krumma var verðlaunuð í dag fyrir bestu markaðsáætlunina við áfangalok í verkefninu Útflutningsaukning og hagvöxtur (ÚH) sem Íslandsstofa stendur að í samvinnu við Nýsköpunarsjóð atvinnulífsins, Samtök iðnaðarins og Félag kvenna í atvinnurekstri.